Tal um undanþágur Costco á villigötum

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnarðar- og viðskiptaráðherra, segist ekki hafa talað …
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnarðar- og viðskiptaráðherra, segist ekki hafa talað fyrir undanþágu á innflutningi á hráu kjöti. Rósa Braga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var ekki að boða innflutning á hráu kjöti í viðtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins á dögunum, en þá var haft eftir henni að hún sæi fyrir sér að hægt væri að greiða úr ýmsum málum til að liðka fyrir komu Costco til Íslands. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag.

Undanfarið hefur verslunarkeðjan verið í viðræðum við ýmis ráðuneyti og skipulagsyfirvöld varðandi leyfi fyrir að setja upp nýja verslun. Ragnheiður Elín sagði við það tækifæri að þetta gæti leitt til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals. 

„Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var einfaldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði,“ er haft eftir henni í Bændablaðinu.

Í fréttaflutningi af málinu hefur komið fram að Costco hafi meðal annars óskað eftir undanþágum til að selja áfengi og lyf í versluninni til viðbótar við innflutning á hráu kjöti frá Bandaríkjunum. Til að slíkt sé hægt þarf að breyta lögum, en bæði Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar- og þjónustu hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem gagnrýnt er ef veita á einum aðila á markaði undanþágur umfram aðra. Segja þau að slíkar aðgerðir væru mismunun og ólöglegar.

Costco skoðar að koma til Íslands.
Costco skoðar að koma til Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK