Efstu hæðir Útvarpshússins auglýstar til leigu

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar

RÚV og Ríkiskaup birta um helgina auglýsingu um útleigu á fjórðu og fimmtu hæð Útvarpshússins í Efstaleiti, samtals er um 966 fermetra að ræða. Öll starfsemi RÚV verður á neðstu tveimur hæðum hússins, en framkvæmdir við flutninga standa nú sem hæst og mun þeim ljúka um miðjan ágúst.

Fram kemur í tilkynningu, að gert sé ráð fyrir að leigutímabil hefjist í fyrsta lagi 1. sept 2014. 

Þá segir að útleigan sé í samræmi við nýjar áherslur útvarpsstjóra, þ.e.  að skapa opnari og dýnamískari vinnustað og veita minna fjarmagni í yfirbyggingu og skila meiru beint í dagskrárgerð  

„Langtímalausnir á húsnæðismálum RÚV eru enn til skoðunar, sem meðal annars fela í sér möguleika á að selja lóðina við Efstaleiti eða hluta húsnæðis,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK