Segir peningastefnuna skila árangri

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Rósa Braga

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að peningastefna Seðlabanka Íslands hafi náð árangri að undanförnu. Verðbólga hafi hjaðnað að markmiði og slakinn í þjóðarbúskapnum sé að hverfa. Líklegt sé að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir bankans hækki frekar.

Már fjallar um þróun og árangur peningastefnunnar í nýrri skýrslu peningastefnunefndar bankans til Alþingis. Þar kemur meðal annars fram að peningastefnunefndin hafi haldið vöxtum bankans óbreyttum síðan í nóvember 2012.

Þrátt fyrir það segir Már að taumhald peningastefnunnar hafi breyst með verðbólgu og verðbólguvæntingum. Þannig hafi virkir raunvextir bankans miðað við meðaltal nokkurra mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar verið 2,3% í lok júní 2014 og höfðu hækkað um eina prósentu frá lokum árs 2013. Langtímaraunvextir á skuldabréfamarkaði hafi jafnframt í meginatriðum þróast í takt við vexti bankans.

„Hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga felur i sér að raunvextir bankans hafa hækkað þónokkuð það sem af er þessu ári og er slakinn í taumhaldi peningastefnunnar því líklega horfinn. Líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar.

Það mun fara eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga hvort þörfin fyrir hærri raunvexti gefur tilefni til að breyta nafnvöxtum bankans á næstunni. Þörfin fyrir aukið peningalegt aðhald yrði þó minni eftir því se maðgerðir sem leggjast á sveif með peningastefnunni eru meiri, þar á meðal aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum,“ segir Már.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK