Fjárfest í Mint Solutions fyrir 700 milljónir

Gauti Reynisson, forstjóri Mint Solutions.
Gauti Reynisson, forstjóri Mint Solutions.

Íslenska fyrirtækið Mint Solutions hefur safnað 6 milljónum dala, eða sem nemur tæplega 700 milljónum íslenskra króna í nýlegu fjármögnunarferli. Fyrirtækið þróar lyfjaskannann MedEye, en með honum á að stórauka lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og stofnunum. Það er evrópska fjárfestingafélagið Life Sciences Partners (LSP) sem leiðir fjármögnunina ásamt Seventure Partners, ásamt fyrri fjárfestum.

Í samtali við mbl.is á síðasta ári sagði Gauti Reynisson, forstjóri Mint, að talið væri að um 20% af lyfjagjöfum væru skráðar eða gefnar rangt að einhverju leyti. Fyrirtækið var þá komið með samning við ADRZ sjúkrahúsið í Hollandi og voru í viðræðum við 3-4 önnur sjúkrahús um innleiðingu.

MedEye er kassi sem pill­ur eru sett­ar í til að sann­reyna að um rétt­ar pill­ur sé að ræða. Haft var eftir Gauta að framtíðar­sýn­in sé að kerfið verði að aðstoðar hjúkr­un­ar­fræðingi. Það skoði hvað sé verið að gera, sjái um alla papp­írs­vinnu og láti vita ef mis­tök séu í upp­sigl­ingu.

Meðfram fjármögnuninni ætlar Mint að flytja höfuðstöðvar sínar til Hollands, en vefurinn Techcrunch greinir frá málinu. Hjá fyrirtækinu starfa í dag sjö starfsmenn.

Hlut­haf­ar Mint Soluti­ons eru Ný­sköp­un­ar­sjóður at­vinnu­lífs­ins, fjár­fest­inga­sjóður­inn In­vesta, Guðmund­ur Jóns­son fjár­fest­ir auk stofn­end­anna Ívars Helga­son­ar, Gauta Reyn­is­son­ar og Maríu Rún­ars­dótt­ur og svo starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins. Þá seg­ir Gauti að Tækniþró­un­ar­sjóður hafi lagt fé­lag­inu til mik­il­væga styrki í upp­bygg­ing­ar­ferl­inu.

Frétt mbl.is: Komnir á fullt með lyfjaöryggi í Hollandi

MedEye lyfjaskanninn.
MedEye lyfjaskanninn. Mynd/Mint Solutions
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK