Evrópskir fjárfestar óttaslegnir

Fjárhagsstaða portúgalska bankans Banco Espirito Santo er mun bágbornari en …
Fjárhagsstaða portúgalska bankans Banco Espirito Santo er mun bágbornari en greinendur höfðu gert sér í hugarlund. AFP

Mik­ill órói hef­ur ríkt á evr­ópsk­um fjár­mála­mörkuðum í dag eft­ir að í ljós kom að portú­galski bank­inn Baco Espirto Santo (BES) gæti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar og þyrfti lík­leg­ast á aðstoð rík­is­ins að halda. Hluta­bréf fé­laga í suður­hluta Evr­ópu hafa hríðlækkað í verði og þá gæt­ir áhrif­anna jafn­framt í Banda­ríkj­un­um, þar sem hluta­bréfa­vísi­töl­ur hafa fallið um­tals­vert.

Marg­ir evr­ópsk­ir fjár­fest­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðunni í Portúgal og ótt­ast enn frek­ara verðfall hluta- og skulda­bréfa. Til marks um það hef­ur þónokk­ur fjöldi fjár­festa flúið og leitað skjóls, ef svo má að orði kom­ast, í til­tölu­lega ör­ugg­um banda­rísk­um og þýsk­um rík­is­skulda­bréf­um. Ávöxt­un­ar­krafa á tíu ára þýsk rík­is­skulda­bréf hef­ur ein­mitt ekki verið lægri í tvö ár. Þá hef­ur verð á gulli jafn­framt hækkað tals­vert í dag, eins og ger­ist jafn­an þegar órói rík­ir á hluta­bréfa­mörkuðum.

Mik­il deyfð hef­ur verið yfir eigna­mörkuðum, sér í lagi í Evr­ópu, und­an­farna mánuði. Það hef­ur orðið til þess að fjöl­mörg fé­lög og ríki, þar á meðal Portúgal, hafa nýtt tæki­færið og sótt sér láns­fé á þess­um mörkuðum. Portú­galska ríkið gaf meira að segja út skulda­bréf til nokk­urs langs tíma fyr­ir réttri viku.

Sér­fræðing­ar á fjár­mála­mörkuðum sem Fin­ancial Times ræddi við segja að titr­ing­ur­inn í dag hafi minnt ískyggi­lega á þær miklu verðsveifl­ur sem urðu í evrukrepp­unni, forðum daga. Þannig lækkuðu til dæm­is all­ar hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu í dag. Hluta­bréf í Banda­ríkj­un­um hríðféllu við opn­un markaða en hækkuðu þó ör­lítið þegar leið á dag­inn og endaði Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an í 16.907 stig­um. Það þýðir lækk­un upp á 0,5%. Mest hafði hún lækkað um 1,1% fyrr um dag­inn. S&P 500-hluta­bréfa­vísi­tal­an féll enn­frem­ur um 0,5% og endaði í 1.963 stig­um.

Bréf­in snar­féllu um 17% í verði

Fjár­mála­grein­end­ur eru sam­mála um að titr­ing­ur­inn hafi aðallega orðið vegna bág­bor­inn­ar stöðu bank­ans BES, eins og áður var nefnt. Hluta­bréf bank­ans hafa verið und­ir þrýst­ingi allt frá því að portú­gölsk stjórn­völd hófu rann­sókn á meint­um bók­halds­svik­um móður­fé­lags bank­ans. Töldu stjórn­völd að 1,3 millj­arða evra, sem jafn­gild­ir 202 millj­örðum ís­lenskra króna, vantaði inn í bók­haldið svo það stemmdi.

En bréf­in snar­lækkuðu hins veg­ar ekki í verði fyrr en í dag eft­ir að í ljós kom að móður­fé­lagið hafi ekki getað staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Bréf­in hrundu um 17% í verði og voru kom­in niður í fimm­tíu sent áður en fjár­mála­eft­ir­litið þar í landi lét loka fyr­ir viðskipti með þau um miðjan dag.

„Menn hafa áhyggj­ur af því hvaða af­leiðing­ar þetta mun hafa í för með sér,” seg­ir Thom­as Roth, verðbréfamiðlari hjá Mitsu­bis­hi UFJ Secu­rities, í sam­tali við Wall Street Journal. „Kenn­ing­in er sú að þetta gæti leitt til banka­hruns og komið okk­ur aft­ur í kreppu.“

„Ótt­inn við ótt­ann“

Nick Law­son, bresk­ur verðbréfamiðlari hjá Deutsche Bank, seg­ir að ástandið minni mjög á árið 2011, þegar evrukrepp­an stóð hvað hæst. Steven Wiet­ing, sér­fræðing­ur hjá Citi-bank­an­um, tel­ur að „ótt­inn við ótt­ann“ hafi valdið hluta­bréfa­lækk­un­um í dag.

Aðal­hluta­bréfa­vísi­tal­an í Portúga, PSI 20, lækkaði um heil 4,2% í viðskipt­um dags­ins og hef­ur hún ekki lækkað jafn mikið á ein­um degi í tugi mánaða.

En verðbréf lækkuðu ekki aðeins í dag, fjár­fest­um til mik­ill­ar armæðu, held­ur þurftu nokk­ur suður-evr­ópsk fé­lag að fresta fyr­ir­huguðum hluta- og skulda­bréfa­út­boðum. Spænski bank­inn Banco Pop­ul­ar Espanol hafði til að mynda í hyggju að gefa  út svo­kölluð CoCos-skulda­bréf, þ.e. skulda­bréf sem breyt­ast sjálf­krafa yfir í hluta­fé þegar ákveðinn at­b­urður á sér stað, til dæm­is þegar eig­in­fjár­hlut­fall lækk­ar niður fyr­ir ákveðin mörk og svo fram­veg­is. Skulda­bréfa­út­gáf­an átti að vera að and­virði að minnsta kosti 500 millj­óna evra, en henni var frestað.

Spænska fé­lagið ACS, sem er eitt stærsta verk­taka­fé­lag lands­ins, neydd­ist jafn­framt til að fresta skulda­bréfa­út­boði sínu í evr­um.

Þá var fyr­ir­hugað að skrá ít­alska lyfja­fé­lagið Rottap­harm á hluta­bréfa­markað í dag, en ekk­ert varð úr þeim áform­um vegna hræðslu, og þar með lít­ill­ar eft­ir­spurn­ar, fjár­festa.

Vek­ur spurn­ing­ar um stöðu annarra banka

Skulda­bréfa­út­boð gríska rík­is­ins fór einnig fram í dag. Í útboðinu í apríl var gríðarleg um­fram­eft­ir­spurn og bár­ust alls til­boð fyr­ir tutt­ugu millj­arða evra. Í dag var raun­in hins veg­ar allt önn­ur önn­ur. Áhug­inn var lít­ill meðal fjár­festa og bár­ust aðeins til­boð fyr­ir þrjá millj­arða evra. Var því ákveðið að draga úr um­fangi útboðsins og gefa aðeins út skulda­bréf fyr­ir einn og hálf­an millj­arð evra.

Í Fin­ancial Times er haft eft­ir Jim Reid, grein­anda hjá Deutsche Bank, að vand­inn við stöðu bank­ans BES veki áleitn­ar spurn­ing­ar um fjár­hags­stöðu fleiri banka á evru­svæðinu. Þrátt fyr­ir að lang­flest­ir bank­arn­ir á svæðinu hefðu farið í gegn­um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og hreinsað efna­hags­reikn­inga sína, þá þýði það ekki að bank­arn­ir séu aft­ur komn­ir í topp­stand. Mikið verk sé enn fyr­ir hönd­um.

Kem­ur ríkið til bjarg­ar?

Heim­ild­armaður blaðsins, sem þekk­ir mjög vel til í portú­galska banka­heim­in­um, seg­ir að lík­leg­asta lausn­in á nú­ver­andi vanda BES sé sú að ríkið komi hon­um ein­fald­lega til bjarg­ar. Vanga­velt­ur séu uppi um aðrir bank­ar, eða stór fjár­fest­inga­fé­lög, taki BES yfir, en ljóst sé að það tæki of lang­an tíma. „Það þarf að finna lausn núna - á næstu vik­um - og það þýðir að ríkið mun þurfa að koma að mál­um,“ seg­ir hann.

Seðlabanki Portú­gals ít­rekaði í dag að lausa­fjárstaða BES væri viðun­andi. Marg­ir grein­end­ur ef­ast á hinn bóg­inn um það. Roberto Brasca, sjóðsstjóri hjá AcomeA, bend­ir á að vand­ræðin ein­skorðist ekki bara við BES. Óstöðug­leiki hafi magn­ast upp á eigna­mörkuðum upp á síðkastið og nú loks komi af­leiðing­arn­ar fram.

„At­b­urðirn­ir í dag gætu talið mörkuðum í trú um það að horf­urn­ar séu ekki eins bjart­ar og fólk hef­ur haldið,“ seg­ir Gi­anluca Ziglio, grein­andi hjá Sunrise Brokers.

Það verður því spenn­andi að sjá hver þró­un­in verður á næstu dög­um. 

Hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag. Það sama átti við …
Hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu lækkuðu í dag. Það sama átti við í Banda­ríkj­un­um. AFP
Dow Jones-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum lækkaði skarpt við opnun markaða í …
Dow Jo­nes-hluta­bréfa­vísi­tal­an í Banda­ríkj­un­um lækkaði skarpt við opn­un markaða í morg­un en hækkaði þó ör­lítið þegar leið á dag­inn. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK