Aðeins hefur dregið úr atvinnuleysi í Grikklandi og mældist það 27,3% í apríl samanborið við 27,5% í sama mánuði í fyrra. Grísk yfirvöld gera ráð fyrir að 20 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár.
Atvinnuleysið er mun meira meðal ungs fólks en það mælist 56,3% og 30,7% hjá konum. Mestar vonir eru bundnar við ferðaþjónustuna þegar kemur að atvinnumálum og er talið að fjölgun ferðamanna muni draga úr atvinnuleysi og auka landsframleiðslu.