Yrðu mistök að taka upp evru

Athanasios Orphanides var bankastjóri Seðlabanka Kýpurs á árunum 2007 til …
Athanasios Orphanides var bankastjóri Seðlabanka Kýpurs á árunum 2007 til 2012 og sat á sama tíma í bankaráði Evrópska seðlabankans. Áður hafði hann starfað hjá Seðlabanka Bandaríkjanna. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, seg­ir að hinn póli­tíski óstöðug­leiki í Evr­ópu sé slík­ur að það væru mis­tök fyr­ir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evru­svæðið und­ir nú­ver­andi kring­um­stæðum.

„Ef ekki finnst lausn á kerf­is­göll­um evru­svæðis­ins, þannig að rík­is­stjórn­ir álf­unn­ar geti unnið í sam­ein­ingu, þá er það ekki nein­um ríkj­um í hag að taka upp evr­una,“ seg­ir hann í viðtali við ViðskiptaMogg­ann, sem út kom í dag.

Orp­hani­des tel­ur það hafa verið viðeig­andi að setja gjald­eyr­is­höft á Íslend­inga á sín­um tíma til að koma í veg fyr­ir enn stærra geng­is­hrun krón­unn­ar. Önnur staða hafi hins veg­ar verið uppi á Kýp­ur þegar ströng höft voru sett þar í mars í fyrra. „Það var al­farið póli­tísk ákvörðun. Frá efna­hags­leg­um sjón­ar­hóli var það ónauðsyn­legt,“ seg­ir Orp­hani­des.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK