Verðið þyrfti að hækka um 30%

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að gert sé …
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að gert sé ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði í ár. Félagið hefur verið rekið með tapi á undanförnum árum vegna endurbóta og uppbyggingar á hótelum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk fyrirtæki í hótelrekstri þurfa að selja veturinn á mun hærra verði en nú er gert. „Verðið þyrfti að hækka um 30%,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, í viðtali við ViðskiptaMoggann.

Vel gengur að lengja ferðamannatímabilið, segir Magnea Þórey í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Var nýting Icelandair Hotels í Reykjavík í janúar sl. sú sama og í júlí árið 2010. Hins vegar sé verðið ekki nógu hátt miðað við allan kostnað, til að mynda laun og húsaleigu.

„Stóra verkefnið er að lengja ferðamannatímabilið. Við þurfum þess vegna að herja á markhópa sem eru reiðubúnir til þess að borga betur á veturna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK