Verðið þyrfti að hækka um 30%

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að gert sé …
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að gert sé ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði í ár. Félagið hefur verið rekið með tapi á undanförnum árum vegna endurbóta og uppbyggingar á hótelum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk fyr­ir­tæki í hót­el­rekstri þurfa að selja vet­ur­inn á mun hærra verði en nú er gert. „Verðið þyrfti að hækka um 30%,“ seg­ir Magnea Þórey Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir Hotels, í viðtali við ViðskiptaMogg­ann.

Vel geng­ur að lengja ferðamanna­tíma­bilið, seg­ir Magnea Þórey í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag. Var nýt­ing Icelanda­ir Hotels í Reykja­vík í janú­ar sl. sú sama og í júlí árið 2010. Hins veg­ar sé verðið ekki nógu hátt miðað við all­an kostnað, til að mynda laun og húsa­leigu.

„Stóra verk­efnið er að lengja ferðamanna­tíma­bilið. Við þurf­um þess vegna að herja á mark­hópa sem eru reiðubún­ir til þess að borga bet­ur á vet­urna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK