Íslensk fyrirtæki í hótelrekstri þurfa að selja veturinn á mun hærra verði en nú er gert. „Verðið þyrfti að hækka um 30%,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, í viðtali við ViðskiptaMoggann.
Vel gengur að lengja ferðamannatímabilið, segir Magnea Þórey í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Var nýting Icelandair Hotels í Reykjavík í janúar sl. sú sama og í júlí árið 2010. Hins vegar sé verðið ekki nógu hátt miðað við allan kostnað, til að mynda laun og húsaleigu.
„Stóra verkefnið er að lengja ferðamannatímabilið. Við þurfum þess vegna að herja á markhópa sem eru reiðubúnir til þess að borga betur á veturna.“