Ný skýrsla lokar á kaup Nubo

Tillögur í nýrri skýrslu um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi …
Tillögur í nýrri skýrslu um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi gætu komið í veg fyrir fjárfestingar Huang Nubo hér á landi. Ernir Eyjólfsson

Hugmyndir verkefnahóps um erlenda fjárfestingu hér á landi í nýrri skýrslu sem kom út í gær loka á möguleika kínverska fjárfestisins  Huang Nubo til að kaupa jörðina Grímstaði á Fjöllum. Í skýrslunni er lagt til að eign þegna utan EES svæðisins verði takmörkuð við landakaup utan þéttbýlis við einn hektara, en 5-10 hektara ef um atvinnustarfsemi er að ræða. Þó er lagt til að hægt verði að sækja um undanþágu allt að 25 hektara.

Samkvæmt Halldóri Jóhannssyni, talsmanni Nubo, er þetta þó ekki allt of langt frá upphaflegum hugmyndum Nubo um kaup á landi hérlendis. Grímsstaðir á Fjöllum eru í heild 300 ferkílómetrar, eða um 300 þúsund hektarar. Svæðið sem Nubo vildi kaupa voru 20 þúsund hektarar, en þar af átti aðeins að nýta 300 til uppbyggingar á hóteli, bílastæðum, flugvelli, golfsvæði og annari afþreyingu.

Almennt segist Halldór vera sáttur með frumvarpið og að þar sé margt sem sé í takt við það sem unnið hafi verið eftir í vinnunni við kaup Nubo. Aftur á móti séu nokkur atriði sem hann telji slæm. Þar á meðal tímalengd á langtímaleigusamningum og stærðartakmarkanir. Hann tekur þó fram að aðeins sé um að ræða hugmyndir í skýrslu og nú muni ráðuneytið taka við umsögnum og væntanlega vinna að frumvarpi um málið.

Skýrslan var birt í gær og Halldór segist aðeins hafa náð að skoða hana og senda upplýsingar um hana út til Nubo. Hann segist ekki hafa fengið nein viðbrögð enn, en segir að enn verði unnið að málum Nubo hér á landi, enda sé aðeins um tillögur að ræða í skýrslunni.

Skýrsluna má í heild lesa á vef Innanríkisráðuneytisins

Frétt mbl.is: Skýrsla um lóðakaup útlendinga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK