Hætta á að lífeyriskerfið breytist

Sérfræðingur segir nauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu sinni betur og …
Sérfræðingur segir nauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu sinni betur og fái að fjárfesta erlendis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákveðin hætta er á að íslenska lífeyriskerfið breytist smám saman í gegnumstreymiskerfi vegna vaxandi vægis eigna með ábyrgð opinberra aðila, ríkis eða sveitarfélaga, í eignasafni lífeyrissjóðanna.

Þetta er mat Ara Skúlasonar, sérfræðings hjá hagfræðideild Landsbanka Íslands.

Hlutfall svokallaðra gegnumstreymiseigna – skuldabréf með ríkisábyrgð, skuldabréf sveitarfélaga og sjóðsfélagalán – af heildareignum lífeyrissjóðanna hefur hækkað ört frá árinu 2008. Eignirnar voru um þriðjungur af heildareignum sjóðanna fyrir sex árum en eru nú tæplega helmingur. Hlutfallið hefur þó farið lækkandi frá því að það náði hápunkti í tæplega sextíu prósentum í byrjun árs 2012, en Ari bendir samt sem áður á að staðan sé heldur varhugaverð og eignirnar miklar í samanburði við aðrar þjóðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK