Ráðin útgefandi 365

Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin útgefandi 365. Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum hans eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu, segir í fréttatilkynningu um málið. 

Áður hefur forstjóri haft hlutverk útgefanda en með þessari breytingu er lögð áhersla á sjálfstæði fréttastofu frá öðrum rekstri fyrirtækisins.  

Kristín hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og vann lengst af hjá Ríkisútvarpinu. „Ráðning Kristínar er mikill fengur fyrir fréttastofu 365 í ljósi reynslu hennar,“ er haft eftir Sævari Frey í tilkynningu. „Það er einnig sérstakt ánægjuefni að kona bætist í hóp yfirstjórnar fréttastofu og er liður í áformum 365 að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins.“

Kristín er cand.mag. í íslensku, MA í blaðamennsku frá City University í London og MBA frá HÍ. Auk reynslu af fjölmiðlum hefur Kristín starfað á samskiptasviði Baugs, í upplýsingamálum hjá Iceland Express og sinnt ýmsum ráðgjafastörfum. Síðastliðin tvö ár hefur Kristín setið í stjórn 365 en lætur nú af stjórnarstörfum.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK