Sprenging í útleigu íbúða

Hansen Apartments við Eiríksgötu er skráð íbúðahótel í Reykjavík.
Hansen Apartments við Eiríksgötu er skráð íbúðahótel í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Áætla má að 1.500 til 2.000 íbúðir í Reykja­vík séu nú leigðar út til er­lendra ferðamanna. Mik­ill meiri­hluti þeirra er í miðbæn­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar kem­ur jafn­framt fram að 340 íbúðir hið minnsta eru nú í út­leigu á veg­um skráðra íbúðahót­ela í Reykja­vík. Til sam­an­b­urðar er 41 her­bergi á Hót­el Holti og 209 á Hót­el Sögu.

Vís­bend­ing­ar eru um að leigu­íbúðum í borg­inni hafi fjölgað um­fram fjölg­un er­lendra ferðamanna og að mik­il fjölg­un hót­ela á næstu árum muni auka sam­keppn­ina enn frek­ar.

Hlín Gunn­ars­dótt­ir, eig­andi íbúðahót­els­ins For­sælu á Grett­is­götu, seg­ir fjölg­un­ina ósjálf­bæra: „Hót­el­væðing­in í miðbæn­um er bóla, dæmd til að springa.“

Um­svifa­mik­ill aðili á markaðnum, sem óskaði nafn­leynd­ar, spá­ir hruni hjá íbúðahót­el­um á næsta ári vegna stór­auk­ins fram­boðs gist­ing­ar hjá nýj­um hót­el­um í Reykja­vík.

Hall­dór Meyer, eig­andi íbúðahót­els­ins Stay Apart­ments, er með 70 íbúðir í út­leigu. Hann seg­ist hafa þurft að lækka verð í sum­ar vegna stór­auk­ins fram­boðs íbúða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK