Stjórnvöld taka af skarið í störukeppninni

Eignir slitabúa föllnu bankanna eru samtals um 2.500 milljarðar króna. …
Eignir slitabúa föllnu bankanna eru samtals um 2.500 milljarðar króna. Þar af eru erlendar eignir um 1.600 milljarðar.

Komi ekki fljótt fram til­lög­ur frá full­trú­um slita­búa bank­anna í sam­ræmi við þau efna­hags­legu skil­yrði sem þeim verða kynnt á kom­andi hausti, lík­lega í sept­em­ber, þá má ljóst vera að frek­ari til­raun­ir til að ljúka upp­gjöri þeirra með nauðasamn­ingi séu full­reynd­ar. Aðrar leiðir koma þá til fram­kvæmda, að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins sem þekkja vel til stöðu mála, svo hægt verði að fram­fylgja áform­um stjórn­valda um að hefja los­un fjár­magns­hafta. Þar séu fleiri val­kost­ir sem komi til álita en að slita­bú­in fari í gjaldþrota­skipti.

Fast­lega má því gera ráð fyr­ir að það muni dragi til tíðinda í títt­nefndri störu­keppni stjórn­valda og er­lendra kröfu­hafa áður en árið er liðið. „Við erum að tala um að þeir [kröfu­haf­arn­ir] hafi hugs­an­lega þrjá mánuði til stefnu,“ út­skýr­ir viðmæl­andi Morg­un­blaðsins, „eft­ir að stjórn­völd hafa sett fram þau þjóðhags­legu skil­yrði sem þarf að hafa til hliðsjón­ar við veit­ingu und­anþágna frá fjár­magns­höft­um. Þeir ættu ekki að þurfa lengri tíma.“

Ráðning fram­kvæmda­stjórn­ar um los­un hafta og sam­komu­lag um aðkomu er­lendra ráðgjafa að verk­efn­inu sem greint var frá fyrr í þess­um mánuði mark­ar mik­il tíma­mót í þessu risa­vaxna hags­muna­máli. Á síðustu mánuðum hafa stjórn­völd, í sam­starfi við Seðlabank­ann, unnið að und­ir­bún­ingi nýrr­ar áætl­un­ar um af­nám hafta – og nú stytt­ist í að henni verði hrundið í fram­kvæmd.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur verk­efnið sem fram­kvæmda­stjórn­in um los­un hafta vinn­ur að fengið vinnu­heitið „Proj­ect Ir­min­ger“ og vís­ar það til Ir­min­ger-straums­ins sem er haf­straum­ur suðvest­ur af land­inu og verm­ir Íslands­strend­ur. Nafn­gift­in á verk­efn­inu á að und­ir­strika mik­il­vægi þess að gætt verði ýtr­ustu hags­muna Íslands við los­un hafta en koma Ir­min­ger-straums­ins upp að land­inu trygg­ir bú­setu­skil­yrði hér­lend­is. Ber straum­ur­inn hlýj­an, salt­an sjó frá Golf­straumn­um inn í Græn­lands­sund og norður fyr­ir Ísland.

Skil­yrði um und­anþágu­beiðnir frá höft­um

Und­ir­bún­ings­vinna stjórn­valda að upp­færðri áætl­un um af­nám hafta hófst sl. haust. Skipaður var sér­stak­ur sex manna ráðgjafa­hóp­ur í lok nóv­em­ber til að leggja mat á stöðu þjóðarbús­ins og koma með til­lög­ur að ólík­um leiðum við af­nám hafta. Skýrsla ráðgjafa­hóps­ins, en al­gjör samstaða var um til­lög­ur hóps­ins, var kynnt helstu ráðamönn­um í byrj­un apr­íl­mánaðar. Seðlabank­inn út­bjó einnig ít­ar­lega grein­ingu á greiðslu­jöfnuði Íslands, að beiðni rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Var niðurstaða henn­ar fyrst kynnt leiðtog­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kvöld­fundi í for­sæt­is­ráðuneyt­inu þann 5. mars sl. en í grein­ingu Seðlabank­ans eru meðal ann­ars skoðaðar ýms­ar sviðsmynd­ir – sem ná til tíu ára – um þróun á greiðslu­jöfnuði Íslands ef krónu­eign­um er­lendra aðila yrði hleypt úr landi.

Til­lög­ur ráðgjafa­hóps­ins ásamt greiðslu­jafnaðargrein­ingu Seðlabank­ans eru hafðar að leiðarljósi í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá fram­kvæmda­stjórn­inni og hinum er­lendu ráðgjöf­um. Hafa ráðgjaf­arn­ir fengið ít­ar­lega kynn­ingu á stefnu­mörk­un og allri und­ir­bún­ings­vinnu stjórn­valda að af­námi hafa.

Nú stend­ur yfir vinna við að út­búa kynn­ingu á þeim þjóðhags­legu skil­yrðum sem taka mið af greiðslu­jafnaðarspá Seðlabank­ans og verða hafðar til hliðsjón­ar við und­anþágu­beiðnir frá höft­um. Að því verk­efni koma, ásamt fram­kvæmda­stjórn­inni, ráðgjafa­fyr­ir­tækið White Oak Advisory og Anne Kru­e­ger, hag­fræðipró­fess­or við Johns Hopk­ins School of Advanced In­ternati­onal Studies. Mark­miðið með setn­ingu skil­yrðanna er að búa til al­menn­an ramma þannig að beiðnir um und­anþágur frá höft­um, til að mynda sem slita­bú föllnu bank­anna sækj­ast eft­ir, geti aðeins verið samþykkt­ar ef þær hafa ekki nei­kvæð áhrif á gjald­eyr­is­stöðu þjóðarbús­ins og áform um los­un hafta. Ljóst er að vænt­ing­ar kröfu­hafa um end­ur­heimt­ur þurfa að breyt­ast mikið ætli þeir sér að koma fram með til­lög­ur sem verði í sam­ræmi við þau skil­yrði.

Vand­inn sem Ísland stend­ur frammi fyr­ir við los­un hafta er vel þekkt­ur. Á næstu árum mun viðskipta­af­gang­ur þjóðarbús­ins ekki duga til að standa und­ir samn­ings­bundn­um af­borg­un­um er­lendra lána – hvað þá að hleypa út krónu­eign­um föllnu bank­anna eða af­l­andskrónu­eig­end­um. Áætluð áhrif af upp­gjöri Glitn­is, Kaupþings og gamla Lands­bank­ans (LBI) eru tal­in nei­kvæð um 44% af lands­fram­leiðslu, eða sem nem­ur 785 millj­örðum. Við það bæt­ist af­l­andskrón­ur í eigu er­lendra aðila upp á 320 millj­arða. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur einnig áætlað að við los­un hafta myndu inn­lend­ir aðilar – líf­eyr­is­sjóðir, fyr­ir­tæki og heim­ili – vilja skipta krónu­eign­um yfir í er­lend­an gjald­eyri fyr­ir um 20-45% af lands­fram­leiðslu. Þegar þetta er allt tekið sam­an er ljóst að upp­safnað gjald­eyr­isút­flæði, sem er núna læst und­ir höft­um, er um það bil ár­leg lands­fram­leiðsla Íslands.

Eng­ar samn­ingaviðræður við kröfu­hafa

Slita­bú­in eru því helsti Þránd­ur í götu þess að hægt sé að stíga skref í átt að los­un hafta. Íslensk­ir stefnu­smiðir hafa ít­rekað lýst því yfir að af­náms­ferlið geti aðeins haf­ist þegar fyr­ir ligg­ur niðurstaða um hvernig staðið verður að upp­gjöri föllnu bank­anna.

Full­trú­ar kröfu­hafa hafa beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu eft­ir að til­kynnt yrði um ráðningu fram­kvæmda­stjórn­ar og er­lendra ráðgjafa til að koma að los­un hafta. Meira en tutt­ugu mánuðir eru liðnir síðan slita­bú­in óskuðu fyrst eft­ir und­anþágu frá Seðlabank­an­um frá höft­um svo hægt yrði að ljúka upp­gjöri með nauðasamn­ingi og í kjöl­farið út­greiðslu gjald­eyr­is til kröfu­hafa – en í dag nem­ur laust fé þeirra yfir þúsund millj­örðum. Þeim beiðnum var í reynd hafnað enda ljóst að þær hefðu haft veru­lega nei­kvæð áhrif á þróun greiðslu­jafnaðar og áform stjórn­valda um los­un hafta.

Með aðkomu er­lendra ráðgjafa að mál­inu standa vænt­ing­ar til þess, af hálfu er­lendra kröfu­hafa, að sam­komu­lag ná­ist við stjórn­völd um skulda­skil föllnu bank­anna. Ekki stend­ur hins veg­ar til hjá stjórn­völd­um að hefja nein­ar eig­in­leg­ar samn­ingaviðræður við kröfu­hafa bank­anna. Með út­spili yf­ir­valda nú er ætl­un­in að op­in­bera þau al­mennu efna­hags­skil­yrði sem verða höfð til hliðsjón­ar við los­un hafta þannig að tryggt sé að heild­stæð lausn ná­ist fram sem taki til­lit til allra þeirra sem eru und­ir höft­um – ekki aðeins er­lendra kröfu­hafa.

Á und­an­förn­um mánuðum hafa stjórn­völd skynjað vax­andi skiln­ing – og stuðning – af hálfu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins við þá leið sem hef­ur verið mörkuð í af­náms­ferl­inu, ekki síst nú þegar gengið hef­ur verið frá ráðningu þekktra er­lendra ráðgjafa. Slíkt eyk­ur til muna trú­verðug­leika við þá um­gjörð sem hef­ur verið komið á fót í kring­um af­náms­ferlið. Að sögn heim­ild­ar­manna hef­ur AGS fengið ít­ar­lega kynn­ingu á þeirri skýrslu sem unn­in var af ráðgjafa­hópn­um og þeim sjón­ar­miðum, bæði efna­hags- og laga­leg­um, sem hóp­ur­inn lagði upp með að væri fram­fylgt við af­nám hafta. Þetta hafi skilað þeim ávinn­ingi að sjóður­inn sé orðinn mjög meðvitaður um hvaða aug­um stjórn­völd líta á vand­ann og þær leiðir sem þau telji fær­ar í þeim efn­um. Hef­ur sjóður­inn tekið und­ir með stjórn­völd­um að mik­il­vægt sé að úti­loka þar ekki neina val­kosti. Slíkt sé nauðsyn­legt til að skapa hvata fyr­ir kröfu­hafa um að koma með lausn að borðinu sem sé ásætt­an­leg út frá greiðslu­jafnaðar­vanda Íslands.

Fleiri leiðir skoðaðar en gjaldþrota­skipti

Stjórn­völd hafa sett sér skýra tíma­línu varðandi fram­gang áætl­un­ar um los­un hafta til næstu mánaða. Tak­ist kröfu­höf­um ekki að koma fram með til­lög­ur að nauðasamn­ingi sem séu í sam­ræmi við hin þjóðhags­legu skil­yrði verður gripið til annarra úrræða svo upp­gjör slita­bú­anna standi ekki í vegi fyr­ir því að hægt verði hrinda í fram­kvæmd af­námi hafta. Fyr­ir utan gjaldþrota­skipti eru aðrir val­kost­ir til skoðunar, sam­kvæmt heim­ild­um, meðal ann­ars að ein­angra búin með laga­setn­ingu. Banda­ríska lög­manns­stof­an Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilt­on vinn­ur nú að því að kort­leggja þær leiðir sem eru fær­ar í þess­um efn­um – og hvað þurfi að var­ast út frá laga­legri áhættu. Að þeirri vinnu kem­ur James Bromley, einn fremsti lög­fræðing­ur Banda­ríkj­anna á sviði gjaldþrota­rétt­ar og fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar.

Grunnsjón­ar­mið stjórn­valda við af­nám hafta munu byggj­ast á þeirri laga­legu um­gjörð sem ligg­ur fyr­ir um slitameðferð bank­anna og að tryggja jafn­ræði und­ir höft­um. „Þetta er al­gjör­lega ný nálg­un,“ út­skýr­ir viðmæl­andi Morg­un­blaðsins. Er­lend­ar eign­ir föllnu bank­anna séu ekki leng­ur tekn­ar út fyr­ir sviga, líkt og kröfu­haf­ar hafi alltaf gert ráð fyr­ir. „Það er búið að brjóta upp þá sviðsmynd enda ljóst að kröfu­haf­ar eiga aðeins kröf­ur í krón­um á ís­lensk slita­bú. Stjórn­völd­um ber því skylda að nýta sér þá laga­legu stöðu til að tryggja niður­stöðu í þessu máli sem ógn­ar ekki efna­hags­leg­um stöðug­leika Íslands.“

Kortið má nálgast í pdf-skjali neðst í greininni.
Kortið má nálg­ast í pdf-skjali neðst í grein­inni.
Áætlun um afnám hafta hefur verið gefið vinnuheitið „Project Irminger“.
Áætl­un um af­nám hafta hef­ur verið gefið vinnu­heitið „Proj­ect Ir­min­ger“. Jim Smart
Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfuhafafundi Glitnis …
Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfu­hafa­fundi Glitn­is 9. apríl en hann stýr­ir Burlingt­on Loan Mana­gement, stærsta ein­staka kröfu­hafa föllnu bank­anna. mbl.is/Þ​órður Arn­ar
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK