Karlaklúbburinn í tekjublaðinu

Fáar konur eru í efstu sætunum í tekjublaði Frjálsrar verslunar …
Fáar konur eru í efstu sætunum í tekjublaði Frjálsrar verslunar og hefur staðan lítið breyst milli ára. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Á laugardaginn kom út tekjublað Frjálsrar verslunar. Þar má sjá tekjur 3.500 Íslendinga á síðasta ári, en einstaklingum er skipt niður í 20 mismunandi flokka eftir störfum þeirra. Þegar horft er til tíu hæst launuðu einstaklinga í hverjum flokki má sjá að konur eru aðeins 11,5%, en fjölgar lítillega og eru 12,5% þegar 20 efstu eru skoðaðir í hverjum flokki. Í fyrra var hlutfallið 12% hjá efstu tíu í hverjum flokki.

Engin kona er í topp 10 í sjö flokkum og engin í topp 20 í fjórum flokkum. Hæst er hlutfallið meðal alþingismanna og forseta, en í þeim flokki eru fjórar konur á topp 10 og sex á topp 20. Engar konur eru á topp 20 listunum yfir heilbrigðisstarfsfólk, flugfólk, verkfræðinga og sérfræðinga og sjómenn. Á topp 10 listanum bætast við flokkarnir sveitarstjórnarmenn, embættismenn og listamenn.

Sjá má sambærilegan lista frá því í fyrra hér.

Fjöldi kvenna meðal 10 efstu og launa­hæsta kon­an í hverj­um flokk:

  1. For­stjór­ar í fyr­ir­ækj­um: 2 af 10, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis í 3. sæti.
  2. Starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja: 2 af 10, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka í 5. sæti.
  3. Ýmsir menn úr at­vinnu­líf­inu: 2 af 10, Guðmunda Helen Þórisdóttir, fjárfestir, í 1. sæti.
  4. Næ­stráðend­ur og fleiri: 1 af 10, Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu í 6. sæti.
  5. For­seti, alþing­is­menn og ráðherr­ar: 4 af 10, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður VG, í 2. sæti.
  6. Sveit­ar­stjórn­ar­menn: 0 af 10, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesi í 11. sæti.
  7. Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­markaðar­ins: 2 af 10, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, í 3. sæti. 
  8. Emb­ætt­is­menn og for­stjór­ar rík­is­fyr­ir­tækja: 0 af 10, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri menningar- og ferðamannasviðs Reykjavíkur í 12. sæti.
  9. Lög­fræðing­ar: 3 af 10, Birna Hlín Káradóttir, lögfræðingur, í 7 sæti.
  10. End­ur­skoðend­ur: 1 af 10, Hildur Árnadóttir, löggildur endurskoðandi hjá Bakkavör Group, í 4. sæti.
  11. Heil­brigðis­starfs­menn: 0 af 10, Marianne Ósk B. Nielsen, læknir á Selfossi, í 47. sæti.
  12. Flug­fólk: 0 af 10, Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri Icelandair, í 30. sæti.
  13. Verk­fræðing­ar og aðrir sér­fræðing­ar: 0 af 10, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Verkfræðistofunni Eflu, í 55. sæti.
  14. Prest­ar: 1 af 10, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í 4. sæti.
  15. Aug­lýs­inga­fólk: 0 af 10, Guðný Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Saga Film, í 15. sæti.
  16. Lista­menn: 0 af 10, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri í 11. sæti.
  17. Íþrótta­menn og þjálf­ar­ar: 1 af 10, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, í 11. sæti.
  18. Fjöl­miðlamenn: 2 af 10, Andrea Róbertsdóttir, mannauðsstjóri á RÚV, í 7. sæti.
  19. Skóla­menn: 2 af 10, Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við HÍ, í 1. sæti.
  20. Sjó­menn og út­gerðar­menn: 0 af 10, eng­in kona á lista.
Engin kona kemst inn á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu …
Engin kona kemst inn á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu sjómennina. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK