Á laugardaginn kom út tekjublað Frjálsrar verslunar. Þar má sjá tekjur 3.500 Íslendinga á síðasta ári, en einstaklingum er skipt niður í 20 mismunandi flokka eftir störfum þeirra. Þegar horft er til tíu hæst launuðu einstaklinga í hverjum flokki má sjá að konur eru aðeins 11,5%, en fjölgar lítillega og eru 12,5% þegar 20 efstu eru skoðaðir í hverjum flokki. Í fyrra var hlutfallið 12% hjá efstu tíu í hverjum flokki.
Engin kona er í topp 10 í sjö flokkum og engin í topp 20 í fjórum flokkum. Hæst er hlutfallið meðal alþingismanna og forseta, en í þeim flokki eru fjórar konur á topp 10 og sex á topp 20. Engar konur eru á topp 20 listunum yfir heilbrigðisstarfsfólk, flugfólk, verkfræðinga og sérfræðinga og sjómenn. Á topp 10 listanum bætast við flokkarnir sveitarstjórnarmenn, embættismenn og listamenn.
Sjá má sambærilegan lista frá því í fyrra hér.
Fjöldi kvenna meðal 10 efstu og launahæsta konan í hverjum flokk:
- Forstjórar í fyrirækjum: 2 af 10, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis í 3. sæti.
- Starfsmenn fjármálafyrirtækja: 2 af 10, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka í 5. sæti.
- Ýmsir menn úr atvinnulífinu: 2 af 10, Guðmunda Helen Þórisdóttir, fjárfestir, í 1. sæti.
- Næstráðendur og fleiri: 1 af 10, Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu í 6. sæti.
- Forseti, alþingismenn og ráðherrar: 4 af 10, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður VG, í 2. sæti.
- Sveitarstjórnarmenn: 0 af 10, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesi í 11. sæti.
- Hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins: 2 af 10, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, í 3. sæti.
- Embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja: 0 af 10, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri menningar- og ferðamannasviðs Reykjavíkur í 12. sæti.
- Lögfræðingar: 3 af 10, Birna Hlín Káradóttir, lögfræðingur, í 7 sæti.
- Endurskoðendur: 1 af 10, Hildur Árnadóttir, löggildur endurskoðandi hjá Bakkavör Group, í 4. sæti.
- Heilbrigðisstarfsmenn: 0 af 10, Marianne Ósk B. Nielsen, læknir á Selfossi, í 47. sæti.
- Flugfólk: 0 af 10, Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri Icelandair, í 30. sæti.
- Verkfræðingar og aðrir sérfræðingar: 0 af 10, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Verkfræðistofunni Eflu, í 55. sæti.
- Prestar: 1 af 10, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í 4. sæti.
- Auglýsingafólk: 0 af 10, Guðný Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Saga Film, í 15. sæti.
- Listamenn: 0 af 10, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri í 11. sæti.
- Íþróttamenn og þjálfarar: 1 af 10, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, í 11. sæti.
- Fjölmiðlamenn: 2 af 10, Andrea Róbertsdóttir, mannauðsstjóri á RÚV, í 7. sæti.
- Skólamenn: 2 af 10, Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við HÍ, í 1. sæti.
- Sjómenn og útgerðarmenn: 0 af 10, engin kona á lista.
Engin kona kemst inn á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu sjómennina.
mbl.is/Sigurður Bogi