Gagnaveita Reykjavíkur braut lög

Síminn taldi auglýsingar Gagnaveitunnar hafa með „vísvitandi“ og „ófyrirleitnum hætti“ …
Síminn taldi auglýsingar Gagnaveitunnar hafa með „vísvitandi“ og „ófyrirleitnum hætti“ kastað rýrð á þjónustu Símans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Neytendastofa telur að framsetning samanburðarauglýsinga Gagnaveitu Reykjavíkur á Ljósleiðara fyrirtækisins og Ljósneti Símans ásamt tilboði til neytenda, um hæga tengingu með Ljósneti Símans, hafi verið „ósanngjörn,“ haft áhrif á viðskipti og „kastað rýrð“ á vörumerki Símans. Því séu auglýsingarnar brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir: „Ákvörðun Neytendastofu er í samræmi við væntingar okkar enda fannst okkur blasa við að auglýsingarnar væru ólöglegar þegar þær birtust. Það eru mikil vonbrigði að fyrirtæki í opinberri eigu ástundi slík vinnubrögð.“

Síminn kvartaði yfir auglýsingum sem Gagnaveitan, dótturfélag OR, birti og sýndi samanburð á Ljósneti Símans og Ljósleiðarapakka Vodafone en síðarnefnda varan nýtir ljósleiðara Gagnaveitunnar.

Taldi Síminn auglýsingarnar hafa með „vísvitandi“ og „ófyrirleitnum hætti“ kastað rýrð á þjónustu Símans. „Þannig séu með myndrænum hætti birtar myndir af bíldruslu í tengslum við vöruheitið Ljósnet en glæsibifreið í tengslum við vöruheitið Ljósleiðarann. Jafnframt sé birt mynd af fasteign með skeifulaga munnsvip þegar Ljósnet Símans eigi í hlut en brosandi þegar Ljósleiðarinn eigi hlut, augljóslega til að skapa hughrif hjá neytandanum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka