Argentína í greiðsluþrot að nýju

Skilti í höfuðborg Argentínu þar sem stuðningi er lýst yfir …
Skilti í höfuðborg Argentínu þar sem stuðningi er lýst yfir við ríkisstjórnina gegn vogunarsjóðunum. AFP

Arg­entínska ríkið fór í nótt í greiðsluþrot, en þetta er í annað skiptið á 13 árum sem ríkið nær ekki að greiða af skuld­um sín­um. Þrotið kem­ur í kjöl­far þess að viðræður við vog­un­ar­sjóða, sem hafa verið nefnd­ir hrægamm­a­sjóðir, fóru út um þúfur. 

Eft­ir klukku­tíma viðræður til­kynnti viðskipta­málaráðherra lands­ins, Axel Kicillof, að ekki hefði náðst nein sátt og að landið, sem er með þriðja stærsta hag­kerfi Suður-Am­er­íku, gæti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Ráðamenn í Arg­entínu kenna dóm­stól­um í New York um það hvernig málið hef­ur þró­ast, en ríkið á stór­ar upp­hæðir á reikn­ing­um í Banda­ríkj­un­um sem hafa verið fryst­ar. 

Arg­entínska ríkið hafði farið í gegn­um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuld­um sín­um við kröfu­hafa og höfðu flest­ir þeirra samþykkt að gef­in yrðu út ný skulda­bréf með 70% af­slætti. Nokkr­ir vog­un­ar­sjóðir sem höfðu keypt upp kröf­ur á rík­is­sjóðinn á mikl­um af­slætti sættu sig aft­ur á móti ekki við þá ráðstöf­un og höfðuðu mál gegn rík­inu og kröfðust þess að fá alla upp­hæðina greidda sem skulda­bréf­in kváðu á um. 

Síðustu daga hafa sjóðirn­ir og ráðamenn í Arg­entínu setið og reynt að semja um málið, en í gær runnu þær viðræður út í sand­inn. Þá var gjald­dagi upp á 539 millj­ón­ir dala fyr­ir Arg­entínu, en sjóðirn­ir vildu á sama tíma fá að fullu greiðslu upp á 1,3 millj­arð dala. 

Yf­ir­völd í Arg­entínu gengu ekki að þessu, enda töldu þau slíkt geta haft for­dæmi fyr­ir aðra kröfu­hafa sem gætu þá einnig óskað eft­ir full­um greiðslum. Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs lands­ins eru um 100 millj­arðar dala, en Arg­entína seg­ist ekki geta greitt það fullu verði.

Viðskiptaráðherra Argentínu, Axel Kicillof, í New York eftir viðræður við …
Viðskiptaráðherra Arg­entínu, Axel Kicillof, í New York eft­ir viðræður við kröfu­hafa. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka