Mesti farþegafjöldi frá stofnun

Icelanda­ir flutti í júlí­mánuði 355 þúsund farþega í milli­landa­flugi, og er það mesti fjöldi sem ferðast hef­ur með fé­lag­inu á ein­um mánuði frá stofn­un fé­lags­ins. Aukn­ing­in frá sama mánuði á síðasta ári er 16%. Icelanda­ir Group var stofnað árið 2005 en Icelanda­ir á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 1937 þegar Flug­fé­lag Ak­ur­eyr­ar var stofnað. 

Eru þetta ekki einu tíma­mót fé­lags­ins, en var þetta í fyrsta skiptið sem fé­lagið flyt­ur fleiri farþega á milli landa í ein­um mánuði held­ur en íbúa­fjöld­inn er á Íslandi. 

Fram­boðsaukn­ing­in á milli ára nam 19% og var sæta­nýt­ing­in í ár 85,9% sam­an­borið við 86,1% í fyrra. 

Farþegar í inn­an­lands- og Græn­lands­flugi voru 32 þúsund í júlí og var það nán­ast sami fjöldi og í júlí í fyrra. Fjöldi gistinótta á hót­el­um Icelanda­ir Group var einnig svipaður og árið áður. Alls voru 41.540 gist­inæt­ur voru seld­ar í júlí í ár, sam­an­borið við 41.416 í júlí í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK