Vladimír Pútín Rússlandsforseti ýmist bannaði eða takmarkaði verulega í dag innflutning á matvælum og landbúnaðarafurðum frá þjóðum sem hafa beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna deilunnar við Úkraínu. Bannið gildir í ár.
Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni segir að Pútín hafi „ákveðið ýmist bann eða takmarkanir á innflutning til Rússlands á vissum tegundum af landbúnaðarafurðum, hrávörum og matvælum frá löndum sem hafa ákveðið að beita Rússland viðskiptaþvingunum.“