Hráolíuverð í Bandaríkjunum hefur lækkað á undanförnum misserum og er nú nálægt þriggja mánaða lággildi sínu. IFS greining bendir á í umfjöllun sinni að greinendur spái því að útflutningur á hráolíu í Kína hafi vaxið um 7,5% í júlímánuði á milli ára samanborið við 7,2% vöxt í júní.
Nýjar tölur um inn- og útflutning í Kína verða birtar á morgun en Kína er annar stærsti neytandi olíu í heiminum.
Þá kemur fram í umfjöllun IFS að einnig sé gert ráð fyrir að vöxtur innflutnings dragist saman á milli mánaða og verði 3,0% í júlí frá fyrra ári samanborið við 5,5% vöxt í júnímánuði.