Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlímánuð var útflutningur á fob-verði 51,2 milljarðar króna og innflutningur 52,3 milljarðar króna. Með fob-verði er átt við verðmæti vöru án flutnings og tryggingagjalda.
Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.