Aldrei fleiri gestir í Bláa lónið

Nýliðinn júlímánuður var sá stærsti frá upphafi hjá Bláa lóninu. …
Nýliðinn júlímánuður var sá stærsti frá upphafi hjá Bláa lóninu. Þrátt fyrir hækkandi verð koma um 70% ferðamanna við í lóninu. Kristinn Ingvarsson

Aðsókn í Bláa lónið hef­ur nokk­urn veg­inn hald­ist í hend­ur við fjölg­un ferðamanna til lands­ins og í ár fer gesta­fjöld­inn lík­lega í um 700 þúsund. Því ætti ekki að koma á óvart að rekst­ur­inn í ár hafi gengið vel. Sam­hliða nærri tvö­föld­un ferðamanna­fjölda til Íslands frá ár­inu 2009 hef­ur Bláa lónið tvö­faldað verð þjón­ustu sinn­ar, án þess að hækk­un­in hafi veru­leg áhrif á aðsókn ferðamanna í lónið. 

„Ég held að nýliðinn júlí­mánuður hafi verið stærsti mánuður hjá okk­ur frá upp­hafi. Árið er búið að vera mjög gott, þannig að Bláa lónið finn­ur fyr­ir þess­um vexti eins og aðrir,“ seg­ir Grím­ur Sæ­mundsen, stjórn­ar­formaður Bláa lóns­ins, í sam­tali við mbl.is.

Sjö af hverj­um tíu koma í lónið

„Við höf­um verið svo lán­söm að halda alltaf í gróf­um drátt­um sama hlut­falli þeirra ferðamanna sem koma til lands­ins,“ seg­ir Grím­ur. Hann áætl­ar að um 7 af hverj­um 10 tíu ferðalöng­um sem leggja leið sína til Íslands komi við í Bláa lón­inu.  „Þó að ferðamönn­um hafi fjölgað höf­um við nokk­urn veg­inn náð að halda þess­ari hlut­fallstölu.“

Þá leggi marg­ir leið sína oft­ar en einu sinni í lónið. „Það er tölu­vert um að við fáum sömu gest­ina oft­ar en einu sinni í sömu Íslands­ferðinni.“

Verðhækk­an­ir hafi ekki áhrif á fjölda gesta. „Sá lær­dóm­ur sem við höf­um dregið af okk­ar verðstefnu er sá að við vor­um að und­ir­verðleggja okk­ar þjón­ustu. Gæði þeirr­ar upp­lif­un­ar sem við erum að veita okk­ar gest­um eru það mik­il að þessi verðlagn­ing er eðli­leg. Töl­urn­ar hljóta að tala sínu máli.“

Töl­urn­ar tali sínu máli

Grím­ur seg­ir að vissu­lega finni Bláa lónið fyr­ir hæðum jafnt sem lægðum. 

„Í kjöl­far Eyja­fjalla­jök­uls­goss­ins 2010 átti sér stað smá bak­slag, þó ekki eins stórt og menn bjugg­ust við. Frá 2011 hef­ur svo verið stöðugur vöxt­ur í streymi ferðamanna til lands­ins og við höf­um fylgt þess­um vexti.“

Árið 2011 lögðu 565 þúsund ferðamenn leið sína til lands­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ferðamála­stofu, í fyrra voru þeir hins­veg­ar 807 þúsund og í ár er bú­ist við yfir einni millj­ón ferðamanna. Því er nærri því um tvö­föld­un að ræða síðustu ár.

„Vöxt­ur okk­ar hef­ur nokk­urn veg­inn hald­ist í hend­ur við fjölda ferðamanna til Íslands.“

Tæp­lega 650 þúsund­ir gesta heim­sóttu Bláa lónið í fyrra, en Grím­ur áætl­ar að þeir verði um 700 þúsund í ár. Al­menn­ur miði í Bláa lónið kost­ar 5.400 krón­ur að vetri til og 6.200 að sumri, eða 40 evr­ur, sem er tvö­falt hærra verð en 2009. Þá eru ótald­ar tekj­ur af snyrti­vör­um, veit­inga­sölu og ann­arri þjón­ustu, auk sér­staks heim­sókn­ar­gjalds fyr­ir að skoða svæðið í kring­um lónið.

Að sögn Gríms var velta fyr­ir­tæk­is­ins rétt um 5 millj­arðar í fyrra og hagnaður eft­ir skatta 1,3 millj­arðar.

Reyna að halda sér und­ir 3.000 á dag

„Ferðaaðilar voru farn­ir að selja skoðun­ar­ferðir til okk­ar án þess að gest­irn­ir væru að njóta þeirr­ar þjón­ustu sem við erum að bjóða. Við sett­um því á heim­sókn­ar­gjald, sem var til þess að stýra bet­ur flæði þeirra gesta sem koma til okk­ar án þess að njóta þeirr­ar upp­lif­un­ar sem Bláa lónið er.“

Grím­ur seg­ir afrakst­ur gjalds­ins hafa nýst vel í um­hverf­is­fram­kvæmd­ir á svæðinu og nefn­ir þar upp­bygg­ingu göngu­stíga milli lóns­ins og Grinda­vík­ur sem dæmi. Að ferðamönn­um sem koma ein­ung­is til að skoða svæðið frá­töld­um sé reynt að halda þeim fjölda sem fer of­aní lónið sjálft und­ir þrem­ur þúsund­um á dag.

Við miðum við að taka ekki á móti fleiri gest­um en þrjú þúsund á dag á háönn og höf­um verið að taka mjög ákveðin skref í að stýra og dreifa álag­inu á sumr­in til að tryggja sem besta upp­lif­un hvers gests. Ég á von á því að við för­um í frek­ari aðgerðir, til dæm­is með verðstýr­ingu, til að dreifa álag­inu yfir dag­inn og vik­una. Þetta er verk­efni sem er í vinnslu hjá okk­ur.

Grímur Sæmundsen - Hagnaður eftir skatta var um 1,3 milljarðar …
Grím­ur Sæ­mundsen - Hagnaður eft­ir skatta var um 1,3 millj­arðar króna í fyrra. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Reynt er að stýra álagi þannig að ekki fleiri en …
Reynt er að stýra álagi þannig að ekki fleiri en 3.000 fari of­aní lónið á dag Helgi Bjarna­son
Bláa lónið - Farsæld lónsins helst í hendur við fjölda …
Bláa lónið - Far­sæld lóns­ins helst í hend­ur við fjölda ferðamanna sem koma til lands­ins, en hann hef­ur aldrei verið meiri. mbl.is/​Bláa lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka