Pétur kaupir Höfðatorgslóðir af Íslandsbanka

Pétur Guðmundsson hefur keypt hlut Íslandsbanka í Höfðatorgi ehf., BE …
Pétur Guðmundsson hefur keypt hlut Íslandsbanka í Höfðatorgi ehf., BE eignum ehf. og Höfðahóteli ehf., en félögin koma að uppbyggingu á Höfðatorgsreitnum. Mynd/mbl.is

Pét­ur Guðmunds­son, for­stjóri og eig­andi verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Eykt­ar, hef­ur keypt hlut Íslands­banka í fé­lög­un­um Höfðatorg ehf., BE eigna ehf. og Höfðahót­ela ehf., en þau eiga reit­ina við Höfðatorg sem eru í bygg­ingu eða eru enn óbyggðir. Pét­ur var áður eig­andi að 27,5% hlut í fé­lög­un­um eft­ir skulda­upp­gjör sitt við bank­ann og aðra kröfu­hafa.

Við Höfðatorg er nú full­byggður turn og skrif­stofu­bygg­ing sem meðal ann­ars hýs­ir skrif­stof­ur Reykja­vík­ur­borg­ar. Þær eign­ir voru áður í eigu Pét­urs og Íslands­banka, en voru seld­ar fyr­ir um 16 millj­arða til fjár­fest­inga­fé­lags­ins FAST-1.  

Hót­elt­urn og þrjár aðrar bygg­ing­ar á Höfðatorgi

Á hinum reit­un­um er ým­ist vinna í gangi við upp­bygg­ingu eða áform um frek­ari fram­kvæmd­ir. Á reit sem er í eigu Höfðahót­ela ehf. er unnið að bygg­ingu sex­tán hæða hót­els sem rekið verður af Íslands­hót­el­um. Þar verða 342 her­bergi, en heild­ar­fjárfest­ing er met­in á rúma átta millj­arða.

Fyr­ir ofan þann reit eru þrír reit­ir í eigu Höfðatorgs ehf., en á ein­um þeirra er áformað að byggja tólf hæða turn með um 80 íbúðum. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki haustið 2016, en einnig er til skoðunar að byggja næsta áfanga bíla­kjall­ar­ans und­ir Höfðatorgi með 175 stæðum.

Á reit­un­um tveim­ur sem liggja suðaust­an meg­in á Höfðatorgs­reit­un­um, á horni Bríet­ar­túns og Katrín­ar­túns, er svo áformað að reisa tvær 9 hæða bygg­ing­ar, en sam­kvæmt deili­skipu­lagi er heim­ild fyr­ir íbúðabyggð eða skrif­stofu­hús­næði í ann­arri bygg­ing­unni, en skrif­stofu­hús­næði í hinni.

BE eign­ir ehf. eiga svo eign­irn­ar við Borg­ar­tún 1 og 3 og við Þór­unn­ar­tún 2.

Ekki hluti af skulda­upp­gjöri

Pét­ur seg­ir að kaup­in hafi gengið í gegn fyr­ir nokkr­um mánuðum, en hann gef­ur ekki upp hvert kaup­verðið hafi verið. Aðspurður hvort þetta hafi verið hluti af skulda­upp­gjöri hans og Eykt­ar við Íslands­banka seg­ir hann að þetta hafi verið bein sala. „Maður hef­ur aldrei fengið neitt hjá banka [öðru­vísi] en að borga fyr­ir það og það hef­ur ekk­ert breyst,“ seg­ir Pét­ur.

Eykt hóf upp­bygg­ingu á Höfðatorgs­reit­un­um, en í hrun­inu hækkuðu skuld­ir þess mikið og í lok árs 2011 var nauðasamn­ing­ur við kröfu­hafa samþykkt­ur. Með hon­um eignaðist Íslands­banki, sem var aðal­kröfu­haf­inn, 72,5% í Höfðatorgi, en Eykt 27,5%, meðal ann­ars vegna áfall­ins bygg­ing­ar­kostnaðar við verk­efnið. Í heild voru um 15 millj­arðar af­skrifaðir á Höfðatorg í end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins.

Eign­irn­ar metn­ar á um 2 millj­arða

Fé­lagið fékk seinna nafnið HTO og var selt til FAST-1. Fyrr­nefnd­ar eign­ir voru þá tekn­ar út úr fé­lag­inu og flutt­ar í nýju fé­lög­in Höfðahót­el, BE eign­ir og Höfðatorg (sama nafn og eldra fé­lagið). Úr árs­reikn­ingi HTO má sjá að bók­fært virði þeirra eigna sem Íslands­banki hef­ur nú selt er um 800 millj­ón­ir króna, auk þess sem óbyggt land er metið á 1,24 millj­arða, sam­tals rúm­lega 2 millj­arðar.

Utan óbyggðs lands eru eign­irn­ar metn­ar á 1,5 millj­arð í fast­eigna­mati fyr­ir árið 2015, en stærð hús­næðis­ins er sam­tals rétt tæp­lega 10 þúsund fer­metr­ar.

Við Höfðatorg rís nýtt hótel, en það verður það stærsta …
Við Höfðatorg rís nýtt hót­el, en það verður það stærsta á land­inu. Eggert Jó­hann­es­son
Eykt reisti áður turninn og skrifstofubygginguna sem hýsir skrifstofur Reykjavíkur …
Eykt reisti áður turn­inn og skrif­stofu­bygg­ing­una sem hýs­ir skrif­stof­ur Reykja­vík­ur á Höfðatorgs­reitn­um. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK