Vill losna undan orkusölusamningi

mbl.is/Sigurður Bogi

Hafið er gerðardómsferli af hálfu HS Orku með það að markmiði að losna undan orkusölusamningum sem fyrirtækið gerði við Norðurál í apríl 2007 vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Fram kemur í fréttavefritinu Kjarnanun að vinni HS Orka málið megi teljast fullvíst að álver Norðuráls í Helguvík verði endanlega úr sögunni.

Fram kemur í fréttinni að málsrök HS Orku séu þau að ákvæði orkusölusamningsins hafi ekki verið uppfyllt og fyrir vikið sé hann ekki lengur í gildi. Norðurál telji þetta ekki rétt og ætli því að taka til varna.

Reiknað sé með því að málareksturinn gæti tekið allt að eitt og hálft ár og gæti niðurstaða því legið fyrir undir lok ársins 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK