Eignum ÍLS fjölgaði um 37 í júlí

Í lok júlímánaðar átti Íbúðalánasjóður 2.091 fullnustueign um land allt og hefur eignunum fjölgað um 37 frá því í lok júní. Í júlímánuði seldi sjóðurinn 53 eignir. Samtals bættust hins vegar níutíu eignir við eignasafnið í mánuðinum, þar af 23 nýjar fullnustueignir.

Hafa þá 255 fullnustueignir bæst í eignasafnið frá áramótum, að því er fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins.

Það sem af er ári hefur Íbúðalánasjóður selt 769 eignir en á sama tímabili í fyrra seldi sjóðurinn 127 eignir. Þá er að auki búið að samþykkja kauptilboð í 127 eignir til viðbótar og vinna nú tilboðshafar að fjármögnun.

Samtals hefur Íbúðalánasjóður selt 1.652 eignir frá ársbyrjun 2008. Í sölumeðferð var 981 eign, flestar þeirra eru þegar komnar á sölu hjá fasteignasölum en verið er að leggja lokahönd á söluskráningu allra eigna sem hægt er að söluskrá.

Í útleigu voru 947 íbúðir um land allt. Langflestar þeirra eru leigðar til fjölskyldna og einstaklinga sem dvöldu í eignunum þegar Íbúðalánasjóður eignaðist þær. Um 75% þeirra fullnustueigna sem nú bætast við eignasafnið verða leigðar út á þennan hátt. Að auki leigir Leigufélagið Klettur út 450 íbúðir og eru því 1.397 íbúðir til leigu á vegum Íbúðalánasjóðs, segir í mánaðarskýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK