Standard Chartered greiðir háa sekt

AFP

Breski bankinn Standard Chartered hefur gengið frá sátt við yfirvöld í New York-fylki í Bandaríkjunum um að hann greiði 300 milljónir Bandaríkjadala í sekt fyrir að hafa ekki aukið varnir sínar gegn peningaþvætti. Það jafngildir rúmum 35 milljörðum íslenskra króna.

Þá hefur starfsemi bankans jafnframt verið takmörkuð að einhverju leyti, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið.

„Ef banki stendur ekki við skuldbindingar sínar verða þeir að mæta afleiðingunum,“ sagði Benjamin M. Lawsky, embættismaður í fylkinu. Í frétt BBC er rifjað upp að bankinn hafi þurft að greiða um 340 milljónir Bandaríkjadala í sekt til yfirvalda í New York-fylki árið 2012, en þá var bankinn sakaður um að fela mikla fjármuni í Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK