Rannsaka virkjun í Tungufljóti

Fossinn Faxi í Tungufljóti í Biskupstungum. Myndin er úr safni.
Fossinn Faxi í Tungufljóti í Biskupstungum. Myndin er úr safni. mbl.is/Einar Falur

Orku­stofn­un veitti í lok maí­mánaðar HS Orku leyfi til rann­sókna á efri hluta vatna­sviðs Tungufljóts í Bisk­upstung­um í Blá­skóga­byggð. Stefnt er að því að auka þekk­ingu á aðstæðum á svæðinu til að skapa grund­völl fyr­ir áætlana­gerð og mati á fýsi­leika 9 MW virkj­un­ar.

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, seg­ir í sam­tali við mbl.is að rann­sókn­ar­ferlið muni lík­leg­ast taka um tvö ár. Þá verði ákvörðun tek­in um fram­hald máls­ins.

Í bréfi Orku­stofn­un­ar kem­ur fram að leyfið feli ekki í sér heim­ild til nýt­ing­ar eða virkj­un­ar á svæðinu. Heim­ilt sé að veita leyfi tengd orku­rann­sókn­um og stunda orku­rann­sókn­ir sem ekki eru leyf­is­skyld­ar vegna virkj­un­ar­kosta sem ekki hef­ur verið tek­in afstaða til í gild­andi vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un, eins og gild­ir um Tungufljót í Bisk­upstung­um.

Ásgeir seg­ir að málið sé skammt á veg komið, enn á al­gjöru frum­stigi. Viðræður standi yfir við land­eig­end­ur og verið sé að und­ir­búa rann­sókn­ir.

Rask verði í lág­marki

Í áliti Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands vegna máls­ins er lögð áhersla á að allt rask verði í lág­marki og eng­ir veg­ir lagðir. Þá bend­ir stofn­un­in á að þrjú svæði á nátt­úru­m­inja­skrá liggi að Tungufljóti. Svæðin liggi þó nokkuð frá fyr­ir­huguðu rann­sókn­ar­svæði en Nátt­úru­fræðistofn­un tel­ur hins veg­ar mik­il­vægt að gerð sé grein fyr­ir því hvort fyr­ir­hugaðar virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir geti haft áhrif á svæðin. Ann­ars ger­ir stofn­un­in eng­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­hugaðar rann­sókn­ir.

Orku­stofn­un tek­ur und­ir þau sjón­ar­mið og seg­ir mik­il­vægt að öllu raski verði haldið í lág­marki. Hún legg­ur jafn­framt áherslu á að gengið sé um svæðið af mestu var­kárni og í sam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög.

„Þá tel­ur Orku­stofn­un mik­il­vægt að þess sé gætt, komi ekki til nýt­ing­ar síðar meir, að frá­gang­ur verði með þeim hætti að um­merki vegna mögu­legra fram­kvæmda vegna rann­sókna á svæðinu verði fjar­lægð,“ seg­ir jafn­framt í bréfi Orku­stofn­un­ar.

Á eft­ir að fara í um­hverf­is­mat

„Við met­um það svo að þetta sé til­tölu­lega ein­falt verk­efni sem hafi í för með sér mjög lítið rask á nær­liggj­andi um­hverfi. Málið á síðan eft­ir að fara alla leið í gegn­um ferlið og það kem­ur í ljós í um­hverf­is­mat­inu hvort það hafi ein­hver áhrif á nær­liggj­andi svæði,“ seg­ir Ásgeir.

Eins og áður sagði verður upp­sett afl lík­lega í kring­um 9 MW en skoðaðir hafa verið í for­at­hug­un val­kost­ir frá um 4 MW til 14 MW. Í for­at­hug­un­inni er enn frem­ur gert ráð fyr­ir rennsli­virkj­un með inntak­slón sem yrði að mestu leyti í far­vegi Tungufljóts. Ein­ung­is er gert ráð fyr­ir dæg­ur­miðlun í inntak­slón­inu. Rann­sókn­ar­leyfið miðast við að kanna hag­kvæmni virkj­un­ar­inn­ar en síðan þarf að fara í um­hverf­is­mat og fá bæði virkj­ana- og fram­kvæmda­leyfi.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku. Ljós­mynd/​Odd­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK