Telja hugmyndir ráðherra skynsamlegar

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja að hug­mynd­ir fjár­málaráðherra um breyt­ing­ar á virðis­auka­skatt­kerf­inu og af­nám al­mennra vöru­gjalda séu skyn­sam­leg­ar. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að verðlags­áhrif breyt­ing­anna ættu að verða eng­in, þar sem þær vegi hvor aðra upp.

Sam­hliða ætti jafn­framt að koma sér­stak­lega til móts við tekju­lágt fólk með hækk­un hús­næðis- og barna­bóta. Til mik­ils sé að vinna að ein­falda skatt­kerfið, fækka und­anþágum og minnka hættu á und­an­skot­um.

Í um­fjöll­un á vef sam­tak­anna kem­ur meðal ann­ars fram að rann­sókn­ir Hag­stofu Íslands á út­gjöld­um heim­il­anna sýni að þótt mat­vör­ur og fleiri vör­ur séu í lægra þrepi virðis­auka­skatts, þá hafi það óveru­leg áhrif til tekju­jöfn­un­ar. Þótt lág­tekju­heim­ili verji held­ur hærra hlut­falli tekna sinna til kaupa á mat- og drykkjar­vör­um en há­tekju­heim­ili, þá renni stærri hluti þeirr­ar krónu­tölu, sem felst í mis­mun al­menna og lægra þreps­ins, til há­tekju­heim­ila.

Sam­tök­in telja það vera sér­kenni­lega notk­un skatt­kerf­is til tekju­öfl­un­ar. 

„Kostnaður rík­is­sjóðs við þessa tekju­jöfn­un er um 5,3 millj­arðar króna, þegar 7% skattþrep og 11% skattþrep eru bor­in sam­an. Þar af skil­ar sér aðeins um einn millj­arður króna til þess fjórðungs heim­il­anna sem lægst­ar hafa tekj­urn­ar. Um 60% fjár­hæðar­inn­ar renn­ur hins veg­ar til heim­ila með tekj­ur yfir meðallagi.

Unnt er að ná má sam­bæri­leg­um eða meiri tekju­jöfn­un­ar­áhrif­um fyr­ir tekju­lægstu heim­il­in  með mun minni til­kostnaði, til dæm­is með hækk­un barna­bóta eða hús­næðis­bóta,“ seg­ir á vef sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK