Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu AFP

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti bankans í 0,05% í dag. Eftir að tilkynnt var um vaxtalækkunina lækkaði evran gagnvart Bandaríkjadal og hefur ekki verið lægri í meira en ár. Evran er nú 1,3078 dalir. Þá voru einnig kynntar aðgerðir sem eiga að ýta undir hagvöxt á evrusvæðinu.

Í júní voru stýrivextir bankans lækkaðir úr 0,25% í 0,15% en mikill þrýstingur hefur verið á Seðlabanka Evrópu um að ýta undir vöxt í efnahag á svæðinu. Framleiðsla hefur dregist saman á evrusvæðinu og verðbólga er einungis 0,3% en hún hefur verið undir verðbólgumarkmiðum á undanförnum mánuðum.

Seðlabankinn varð einnig fyrsti bankinn til þess að kynna neikvæða innlánsvexti júní. Vextirnir voru þá í -0,2 prósent en standa nú í -0,1 prósent. Er þetta gert til að hvetja lánastofnanir til útlána frekar en að leggja fé inn í seðlabankann.

Í dag var einnig sagt frá nýrri aðgerðaráætlun þar sem seðlabankinn mun hefja kaup á skuldabréfum og er vonast til að þetta muni koma hreyfingu á fjármálakerfið og hvetja bankana til frekari lánastarfsemi.

Mario Draghi, seðlabankastjóri ECB, sagði að bankinn myndi kaupa fjölbreytt safn af einföldum og gagnsæjum fjármálagerningum með tryggingum í undirliggjandi eignum sem eru kröfur á hendur einkafyrirtækjum á evrusvæðinu utan fjármálageirans. Þetta mun gerast með kaupáætlun fyrir sértryggða fjármálagerninga (ABS).

Aftur á móti eru stýrivextir óbreyttir hjá Englandsbanka, 0,50%. Verðbólga mælist nú 1,6% í Bretlandi samanboriðvið 1,9% í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK