Stútfullur strætó keyrir framhjá

Strætisvagnar eru oft fullir á haustin.
Strætisvagnar eru oft fullir á haustin. Ómar Óskarsson

Nokkuð hefur borið á að Strætó bruni framhjá fólki sem bíður í strætóskýlum á vinsælustu leiðunum. Haustin fara skarpt af stað þegar skólafólkið fer á kreik og vöntun er á fleiri vögnum að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs.

Reynt er að hafa aukavagna til taks og senda þá út eftir því sem þörf krefur. „Það kemur fyrir að vagnar séu stútfullir og þá eiga menn engra annarra kosta völ en að aka framhjá. Vagnstjóranum ber þá að kalla það inn og við reynum að senda út aukavagn,“ segir hann en bætir við að það taki þó alltaf tíma að koma þeim á staðinn.

„Það virðist alltaf koma kippur í þetta sem erfitt er að ráða í,“ segir Reynir. Þá segir hann að mikið sé um að skólar fari í hópferðir á haustin með þeim afleiðingum að vagnarnir fyllist. „Það er erfitt að ráða í hvernig stundatöflur hjá skólunum og annað raðast niður en mér skilst að við séum þó að einhverju leyti búnir að finna mynstrið.“

Ekki fjármagn fyrir fleiri vögnum 

Nauðsynlegt er að fjölga vögnunum en fjármagn fæst hins vegar ekki að sögn Reynis. „Við erum þó með áætlanir um að bæta við þjónustu á nokkrum leiðum um áramótin en það þarf að útvega vagna og ráða fólk,“ segir hann og bætir við að annað vandamál fylgi því, þar sem erfitt sé orðið að finna starfsfólk með meirapróf. „Það er ekki nægilega mikið af fólki með meirapróf. Það er orðið dýrt og hert hefur verið á kröfunum.“

Samkvæmt verðskrá Nýja ökuskólans fyrir árið 2013 kostar meirapróf fyrir rútu eða strætó 295 þúsund krónur. „Nýliðun er lítil vegna þess að  það er orðið svo dýrt að taka meiraprófið. Áður fyrr gátum við fengið til okkar háskólafólk á álagstímum en það er alveg hætt,“ segir Reynir en Strætó bs. hefur þó að einhverju leyti komið til móts við fólk með kostnaðinn gegn skuldbindingu um störf hjá fyrirtækinu.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK