Fyrirtækið Datamarket hefur sett fjárlagafrumvarpið fram með myndrænum hætti en á vef þess er nú hægt að skoða útgjöld ríkisins eftir ráðuneytum og bera þannig saman á auðveldan máta.
Þá er hægt að bera frumvarpið saman við fjárlög áranna 2011 til 2015 en Datamaket hefur á undanförnum árum sett frumvörpin fram með þessum hætti.
Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og rekur markaðssvæði fyrir tölfræði og töluleg gögn. Datamarket nýtir gögn frá opinberum stofnunum og einkaaðilum og birtir á samræmdan hátt með ýmsum gagnlegum eiginleikum.
Hér má nálgast frumvarpið í þessu sniðuga formi.