Framlenging skuldabréfa lykilatriði

Landsbankinn, aðalútibú Austurstræti
Landsbankinn, aðalútibú Austurstræti Kristinn Ingvarsson

Framlenging skuldabréfa á milli gamla og nýja Landsbankans gegnir lykilhlutverki fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi að sögn Seðlabanka Íslands en til þess að af framlengingunni geti orðið þurfa stjórnvöld að fallast á að veita, LBI, sem er þrotabú gamla Landsbankans, ákveðnar undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Tími stjórnvalda til þess að svara rennur út í lok september.

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar.

Skuldabréfið sem hljóðar upp á 226 milljarða var upphaflega á gjalddaga árið 2018 en samkomulag náðist í sl. maí um að færa hann aftur um átta ár og hafa hann árið 2026 í staðinn. 

Sam­kvæmt breyt­ing­um á lög­um um gjald­eyr­is­mál í mars 2013 eru all­ar und­anþágur frá höft­um sem eru að hærri fjár­hæð en 25 millj­arðar jafn­framt háðar sam­ráði Seðlabank­ans við fjár­málaráðherra og að und­an­geng­inni kynn­ingu á efna­hags­leg­um áhrif­um fyr­ir efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is. Þá segir í gjald­eyr­is­lög­um að við mat á und­anþágu skuli líta til þess „hvaða af­leiðing­ar tak­mark­an­ir á fjár­magns­hreyf­ing­um hafa fyr­ir um­sækj­anda, hvaða mark­mið eru að baki tak­mörk­un­um og hvaða áhrif und­anþága hef­ur á stöðug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um.“

Gætu orðið pólitískar hindranir

Í frétt Bloomberg er haft eftir Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra stöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, að það gæti verið gott fyrir stöðugleika að framlengja bréfið en hins vegar þyrfti að taka tillit til annarra sjónarmiða, líkt og pólitískra.

Undanþágur þurfa líkt og að framan greinir að vera gerðar í samráði við stjórnvöld en hugmyndin hefur hingað til ekki hlotið náð fyrir þeirra eyrum. Í maí sl. sagði t.a.m. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í hádegisfréttum Rúv að ekki kæmi til greina að veita slitastjórn gamla Landsbankans einum undanþágu frá fjármagnshöftum án þess heildarlausn náist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka