Níutíu prósent lánin „PR brella“?

Íslandsbanki tilkynnti í gær að hægt yrði að fá 90% …
Íslandsbanki tilkynnti í gær að hægt yrði að fá 90% lán til fyrstu fasteignakaupa. mbl.is/Eggert

„Við viljum ekki tala um að við séum byrjuð að lána níutíu prósent yfir höfuð, heldur er þetta bara aukalán sem hljóðar upp á eina og hálfa milljón og má ekki fara yfir níutíu prósent veðhlutfall,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.

Líkt og mbl.is greindi frá í gær hyggst Íslands­banki lána allt að 90% af kaup­verði fast­eign­ar við fyrstu kaup með því að bjóða upp á „sér­stakt aukalán“ um­fram þau 80% kaup­verðs sem bank­inn hef­ur hingað til lánað fyr­ir.

Í dæmi sem Íslandsbanki dró upp samhliða tilkynningunni var miðað við fármögnun á íbúð sem kostar 22 milljónir króna en þar nemur hámarkslánsfjárhæðin, 1,5 milljónir króna, sjö prósentum af heildarverðmæti íbúðarinnar og er lánshlutfallið þar með 87%.

Hefðbundin húsnæðisfjármögnun hjá Íslandsbanka er 80% af kaupverði íbúðar og til þess að íbúðarkaupendur geti þannig nýtt sér viðbótar tíu prósent lánið til fulls, þyrfti íbúðin að kosta 15 milljónir króna. Aðspurð hvort slíkar íbúðir séu ekki sjaldséðar segir Guðný láninu fyrst og fremst vera ætlað að hjálpa þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. 

Landsbankinn og Arion gera ekki breytingar

Ekki stendur til að hækka lánshlutfallið í 90 prósent hjá Landsbankanum að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa bankans. Boðið er upp á 85 prósent lán og segir Kristján útlán hafa gengið vel á liðnu ári og því hafi ekki komið til umræðu að hækka hlutfallið.

Hjá Landsbankanum er hægt að fá lán fyrir allt að 85 prósent að markaðsvirði eða verðmæti eignar, en það skiptist þá annars vegar í 70 prósent lán til allt að fjörtíu ára og fimmtán prósent viðbótarlán til allt að fimmtán ára. Ekki er hámark á fjárhæð viðbótarlánsins.

„Mér sýnist þetta lán hjá Íslandsbanka vera meira PR stunt,“ segir Kristján og bendir á að erfitt sé að finna íbúðir sem séu nógu ódýrar til þess að lánið nýtist að einhverju viti. Guðný bendir þó á að kaupendur að sinni fyrstu fasteign horfi frekar til ódýrari húsnæðiskosta og nægt framboð sé af slíkum eignum. „Lánið er eingöngu ætlað þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og til þess að brúa bil í útborgun sem fólki getur reynst erfitt að fjármagna.“

Að sögn upplýsingafulltrúa Arion banka hefur ekki gefist tilefni til breytinga á lánshlutfallinu en það sé líkt og aðrir skilmálar í stöðugri endurskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK