Undir verðbólgumarkmiði í 8 mánuði

Spáð er 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í september.
Spáð er 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í september. mbl.is/Eggert

Spáð er 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í september og gangi það eftir mun ársverðbólgan standa í stað milli mánaða og mælast 2,2 prósent. Yrði það áttundi mánuðurinn í röð sem ársverðbólgan væri undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hún hefur ekki verið undir markmiðinu í lengri tíma síðan árin 2002 og 2003 þegar hún mældist undir markmiðinu um samfellt þrettán mánaða skeið.

Þetta kemur fram í spá Greiningardeildar Arion banka.

Í september spánni vegur þyngst að útsöluáhrifin halda áfram að ganga til baka og hafa föt og skór því 0,23% áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Einnig er áætlað að húsnæðisverð hækki í mánuðinum og að húsnæðisliðurinn í heild hafi um 0,1% áhrif til hækkunar á vísitöluna.

Á móti vegur að bensín og flugfargjöld lækka í mánuðinum og hafa samtals tæplega 0,1% áhrif til lækkunar á vísitölunni. Sömuleiðis lækkar verð á húsgögnum og heimilisbúnaði og hefur um 0,04% áhrif til lækkunar á vísitöluna. Aðrir undirliðir hafa minni háttar áhrif til hækkunar.

Uppfærð bráðabirgðaspá greiningardeildarinnar fyrir næstu mánuði felur í sér að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í október og nóvember. Í desember er gert ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,3% og raungerist spáin mun verðbólgan mælast 2,1% í lok árs.

Verðbólguspáin hefur verið færð niður frá síðustu markaðspunktum en munurinn felst helst í því að útsöluáhrifin ganga hóflegar til baka í september mánuði og einnig lækka ýmsir liðir s.s. bensín, húsgögn og flugfargjöld umfram fyrri spá. Það sama á við í október mánuði en bráðabirgðaspáin gerir nú ráð fyrir minni hækkunum á flestum undirliðum í október en áður var áætlað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka