Útlánafyrirtækið Lykill býður nú 90% bílalán á nýjum bifreiðum, en fyrr í vikunni byrjaði Íslandsbanki að bjóða 90% fasteignalán með „sérstöku aukaláni“ umfram þau 80% sem bankinn hefur lánað fyrir. Er því útlit fyrir að 90% lán séu komin aftur á íslenskan lánamarkað eftir hlé frá hruni.
„Við erum að svara kalli frá markaðnum,“ er haft eftir Herberti Arnarsyni, forstöðumanni Lykils, á heimasíðu Lýsingar. „Þetta er niðurstaðan eftir könnun okkar á þörfum markaðarins í því skyni að gefa fólki raunhæfa möguleika á að endurnýja bílinn sinn og lækka rekstrarkostnað. Auk þess er brýnt að bregðast við hnignun bílaflotans hér á landi, sem er áhyggjuefni út frá ýmsum öryggis- og umhverfissjónarmiðum.“