Berjast gegn Airbnb

YouTube

Ný auglýsingaherferð gegn vefsíðunni Airbnb, sem gerir almenningi kleift að leigja heimili sín út til ferðalanga, hefur litið dagsins ljós.

Að baki herferðinni stendur hópur af kjörnum embættismönnum New York borgar, aðgerðarsinnar í húsnæðismálum og hóteleigendur. Hópurinn heldur því fram að húsnæðisskráningar á síðuna séu auglýsingar fyrir ólögleg hótel sem ræni borgina ódýru húsnæði og brjóti gegn lögum fylkisins.

Herferðinni mun ætlað að vega upp á móti nýlegri auglýsingaherferð Airbnb í New York sem miðar meðal annars að því að stýra löggjöf til betri vegar fyrir fyrirtækið.

Herferðin gegn síðunni notar upplýsingar frá notendum hennar til að vinna gegn henni. Í auglýsingunni hér að neðan má sjá miður fallegar athugasemdir frá ferðalöngum eftir að þeir hafa gist í húsnæði sem auglýst var á síðunni.

Airbnb hefur gefið í skyn að herferðin sé einungis tilraun hóteleigenda til að koma í veg fyrir að almenningur hagnist á ferðamönnum og hafnar alfarið ásökunum um að þjónusta síðunnar valdi hærra húsnæðisverði í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK