„Forstjórinn er horfinn og peningarnir líka.“ Svona hljóðuðu skilaboðin sem fjármálastjóri fyrirtækisins Ultrasonic þurfti að senda frá sér á fimmtudaginn og féll fyrirtækið í kjölfarið um 76% í kauphöllinni í Frankfurt.
Forstjóri fyrirtækisins hafði tveimur dögum áður tilkynnt að hann hugðist stíga til hliðar tímabundið um mánaðarmótin sökum versnandi heilsufars. Átti framkvæmdastjóri fyrirtækisins að taka við af honum tímabundið, en daginn eftir voru þeir báðir horfnir sporlaust, og peningar fyrirtækisins einnig. Alls komust þeir undan með um 100 milljónir dollara.
Ultrasonic er þýskt fyrirtæki sem framleiðir skó en báðir hinir horfnu stjórnendur eru kínverskir.
Sjá frétt Business Insider