Forsvarsmenn kínverska netrisans Alibaba hugsa sér gott til glóðarinnar og hafa hækkað skráð verð á hvern hlut í komandi útboð sem talið er að verði það stærsta í sögu Bandaríska markaðarins - og jafnvel á heimsvísu.
Í opinberri skráningu kemur fram að sett verð á hvern hlut er komið upp í 66 til 68 dali og er þetta hækkun frá fyrri skráningu þar sem búist var við 60 til 66 dölum á hlut. Bendir hækkunin til þess að eftirspurnin sé mikil og þýðir þetta að Alibaba stefnir að sölu fyrir 25 milljarða Bandaríkjadala í útboðinu.
Samkvæmt þessu yrði heildarmarkaðsvirði Alibaba um 168 milljarðar Bandaríkjadala og þar með verðmætara fyrirtæki en Amazon.
Eftir hækkunina gæti Alibaba einnig slegið núverandi heimsmet Agricultural Bank of China sem aflaði jafnvirði 22,1 milljarðs dala í útboði í Kína árið 2010.