Lækka verð strax

Mynd af nýju Samsung sjónvarpstæki.
Mynd af nýju Samsung sjónvarpstæki.

Orms­son og Sam­sung­setrið hafa ákveðið að af­nema vöru­gjöld og lækka verð í sam­starfi við sína stærstu birgja. Frá og deg­in­um í dag munu þær vör­ur sem bera vöru­gjöld lækka um 17% og 20% í öll­um versl­un­um Orms­son og í Sam­sung­setr­inu. Mörg al­geng heim­ilis­tæki eins og þvotta­vél­ar, þurrk­ar­ar, ofn­ar og hellu­borð munu lækka um 17%. Sjón­vörp og hljóm­tæki munu lækka um 20%.

„Við fögn­um fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem lagt er til að af­nema vöru­gjöld af raf­tækj­um frá og með ára­mót­um, á sama tíma og lagt er til að lækka virðis­auka­skatt. Þetta kem­ur nær öll­um heim­il­um í land­inu til góða þar sem nú geta lands­menn fjár­fest í raf­tækj­um sem eru end­ing­ar­betri, um­hverf­i­s­vænni og nýta orku bet­ur” seg­ir Ein­ar Þór Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Orms­son, í til­kynn­ingu.

Ein­ar seg­ir að um leið og for­svars­menn Orms­son heyrðu af umræðunni fyrr á þessu ári að fyr­ir­hugað væri í til­lög­um fjár­málaráðherra til fjár­laga­frum­varps að af­nema vöru­gjöld af ýms­um raf­tækj­um hafi Orms­son hafið samn­ingaviðræður við sína stærstu birgja um að koma til móts við fé­lagið í verðlagn­ingu svo að hægt væri að lækka verð strax. Á vöru­sýn­ingu sem hald­in var í Berlín í síðustu viku náðist að ljúka sam­komu­lagi við stærstu birgja fé­lags­ins um tíma­bundn­ar verðlækk­an­ir sem tryggja það að Orms­son og Sam­sung­setrið geta strax lækkað verð á þeim vöru­flokk­um þar sem fyr­ir­hugað er að vöru­gjöld verði felld niður sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi Rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

,,Af­nám vöru­gjalda bæt­ir hag allra lands­manna og er sann­girn­is­mál sem bæt­ir sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar versl­un­ar gagn­vart er­lendri versl­un og trygg­ir þannig störf. Einnig mun þessi lækk­un virðis­auka­skatts og vöru­gjalda vænt­an­lega hafa áhrif til lækk­un­ar á neyslu­verðsvísi­töl­unni sem hef­ur áhrif á öll verðtryggð lán og ýmsa kostnaðarliði sem tengd­ir eru þeirri vísi­tölu. Orms­son og Sam­sung­setrið vilja nú sem endra­nær vera í far­ar­broddi að bjóða viðskipta­vin­um góða vöru á hag­stæðu verði. Með sam­stilltu átaki Orms­son, Sam­sung­set­urs­ins og er­lendra birgja get­um við nú lækkað verð strax svo að neyt­end­ur geti nú þegar notið góðs af fyr­ir­huguðu af­námi vöru­gjalda,” seg­ir Ein­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK