„Okkar sýn er að það eigi að taka sem allra flestar undanþágur frá virðisaukaskatti út, breikka skattstofninn og þá gæti lægra þrepið orðið lægra.“
Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í Morgunblaðinu í dag.
„Þetta hefði í för með sér aukna skilvirkni, meiri einföldun og fleiri tækifæri til að taka á leyfislausri starfsemi. Þau virðisaukaskattskerfi sem eru skilvirkust erlendis innihalda fáar eða engar undanþágur.“ Hann segir heildarhagsmunum ferðaþjónustunnar betur borgið í kerfinu en utan þess.