Horfur batnað vegna afnáms hafta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram kemur í nýrri greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta að skilyrði til þess að stíga næstu skref í losun þeirra hafi batnað frá því í mars þegar síðasta greinargerð var lögð fram. Aðgengi ríkissjóðs að erlendum lánamörkuðum sé gott um þessar mundir eins og útgáfa evruskuldabréfa ríkisins í júlí hafi staðfest. Þá hafi fjármögnunarkjör haldið áfram að batna eftir því sem liði hafi á árið.

„Reglubundin gjaldeyriskaup Seðlabankans hafa gengið vel á árinu og voru aukin enn frekar á sumarmánuðum. Seðlabankinn hefur frá áramótum keypt gjaldeyri umfram það sem hann hefur selt fyrir 73,9 ma.kr. Afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2014, stöðvun skuldasöfnunar og áframhaldandi lækkun skulda hans sem hlutfall af landsframleiðslu á næstu árum, m.a. í samræmi við fjárlagafrumvarp ársins 2015 og ríkisfjármálaáætlun næstu ára, eru mikilvæg skref í átt að losun fjármagnshafta.“

Fleira er nefnt í því sambandi eins og stofnun fjármálastöðugleikaráðs á dögunum sem og stofnun ráðherranefndar um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta í sumar með aðkomu þekktra erlendra ráðgjafa. Ennfremur hafi samráðsnefnd fulltrúa þingflokka um afnám fjármagnshafta verið haldið upplýstri um gang mála. Þá segir að fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða séu til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

„Áður en höftum verður lyft að fullu verður skoðað hvort setja skuli takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna líkt og Seðlabankinn hefur kallað eftir. Hér takast þó á sjónarmið um takmörkun á flæði frá landinu og skynsemi þess að sjóðirnir geti á ný byggt um alþjóðlegt eignasafn með dreifðri áhættu, enda felst í sjóðunum stærsti hluti sparnaðar íslensks almennings.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK