Rússar kaupa „hipsterabjórinn“

Merki Papst Blue Ribbon
Merki Papst Blue Ribbon Mynd af Wikipedia

Rússneska fyrirtækið Oasis Beverages stendur nú í viðræðum um kaup á einum frægasta bjórframleiðanda Bandaríkjanna; Pabst Brewing, sem framleiðir Pabst Blue Ribbon eða P.B.R bjórinn.

Vinsældir Pabst Blue Ribbon bjórsins hafa vaxið verulega á undanförnum árum eftir að hafa dalað mikið upp úr áttunda áratugnum en drykkurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1844. Á árinu 2002 jókst salan um 5,3 prósent og á árinu þar á eftir um 9,4 prósent. Eftir auglýsingar og umfjöllun um bjórinn í „The Hipster Handbook“ eða „Hipstera“ handbókinni, sem er bandarískt tímarit sem fjallar um allt á milli himins og jarðar en þykir á einhvern hátt móðins, hefur salan hins vegar aukist um 134 prósent á liðnum árum og situr bjórinn nú í fimmta sæti yfir mest seldu bjórtegundir í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá stjórnarformanni Oasis Beverages fyrirtækisins sagði að Pabst Blue Ribbon væri hinn týpíski bandaríski bjór - hann stæði fyrir frelsi einstaklingsins og allt það annað sem gerir Bandaríkin frábær. „Það er sem draumur að rætast að fá að vinna með fyrirtæki sem varðveitir þann fjársjóð sem felst í dýrmætum vörumerkjum og það verður heiður að fá að vinna með starfsmönnum og dreifingaraðilum Papst,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kaupverð fyrirtækisins hefur ekki verið gefið upp en höfuðstöðvarnar verða að líkum fluttar til Los Angeles í Kaliforníu að sögn stjórnarformannsins.

Business Insider greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK