Vogunarsjóðirnir fá bráðum greitt

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. mbl.is/Golli

Þeir vogunarsjóðir sem eiga kröfur á föllnu íslensku bankana, gætu bráðum fengið greiddar kröfur sínar segir forsvarsmaður slitastjórnar Glitnis, Steinunni Guðbjartsdóttir, í samtali við Bloomberg í dag. 

Með skipun nýrrar framkvæmdastjórnar um afnám fjármagnshafta sé ríkisstjórnin nú að undirbúa það að greiðslur krafna vogunarsjóðanna geti átt sér stað. „Tilfinningin mín er sú að ríkisstjórnin hefur hingað til ekki verið reiðubúin. Nú virðist sem réttu nefndirnar séu til staðar og hægt verður að ganga frá málinu fyrr en síðar,“ segir Steinunn. 

Lögðu fram tvær tillögur

Í viðtalinu segir Steinunn að slitastjórn Glitnis hafi lagt fram tillögu, bæði um að kröfuhafar fái greiddar kröfur sínar með því fjármagni sem geymt var í erlendum bönkum, og hefur því ekki áhrif á íslenska hagkerfið. Þá lagði slitastjórnin einnig til að bankinn yrði seldur fyrir erlent fjármagn.

Steinunn segir slitastjórnina bíða eftir boðuðum aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar um afnám haftanna. „Ríkisstjórnin hefur tjáð okkur að hún muni skapa skilyrði til þess að við getum greitt kröfuhöfum. Vonandi munu þessi skilyrði hafa tilætluð áhrif. Við bíðum nú bara eftir að þessi skilyrði og ramminn utan um verkefnið verði sett fram, sem ætti að gera okkur kleift að ljúka okkar störfum,“ segir Steinunn. 

Sjá frétt Bloomberg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK