Nýr evru seðill í umferð í dag

Nýr tíu evru seðill sem erfiðara verður að falsa sökum nýrra öryggisþátta fer í umferð í dag.

Smám saman er nú verið að skipta út seðlunum sem hafa verið í umferð frá því að evran var tekin upp í janúar 2002. Ferlið hófst með nýjum fimm evru seðlum í maí 2013 og næsta skref er stigið í dag með nýja tíu evru seðlinum.

Seðlabankinn beitir heldur nútímalegum aðferðum við kynningu seðilsins en í dag hleypti hann auglýsingarherferð á Youtube á tuttugu og þremur tungumálum af stokkunum auk þess sem myndum af hinum nýja seðil var komið fyrir á samfélagsmiðlinum Flickr. Þá gefst fylgjendum Seðlabankans á Twitter kostur á að vinna iPad spjaldtölvu taki þeir sjálfsmynd af sér með nýja seðlinum.

Endurbætur hafa verið gerðar á nýja seðlinum, líkt og gerðar voru á fimm evru seðlinum sem kynntur var í fyrra þannig erfiðara verður að falsa hann. Vatnsmerkinu var breytt og raðnúmer hans breytir um lit þegar seðlinum er snúið; frá grænum lit í dökkbláan. 

Hér má sjá auglýsingu frá Seðlabanka Evrópu.

Nýi seðillinn.
Nýi seðillinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK