Tengist öllum sviðum sjávarútvegs

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar,fyrir miðju ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, …
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar,fyrir miðju ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Hjörtur

„Þetta er stærsta sýningin til þessa. Við erum 5% stærri en 2001. Ég held að aukinn stöðugleiki í greininni síðan þá hafi haft mjög jákvæð áhrif á sýninguna. Við sjáum það líka að stór sjávarútvegsfyrirtæki eru að fjárfesta í auknum mæli, meðal annars í skipum, þannig að vilji til fjárfestinga er greinilega meiri en áður.“

Þetta segir Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, í samtali við mbl.is en sýningin stendur nú yfir í Smáranum í Kópavogi. Aðspurð segir hún að um 500 fyrirtæki bjóði upp á kynningu á vörum sínum og þjónustu á sýningunni alls staðar að úr heiminum. Þá séu fjölmargir fulltrúar erlendra og innlendra fyrirtækja á meðal gesta sem kunni síðan að ákveða að vera með kynningarbás sjálf á næstu sýningu.

„Eins og áður segir er þetta mun meira en áður og fjölmörg erlend fyrirtæki eru hér í fyrsta sinn. Ég tel að það sýni að aðstæður á markaði eru góðar,“ segir hún. Sýningin sýni ennfremur vel hversu víðfem áhrif sjávarútvegar eru. Sumar sýningar nái til mjög þröngs sviðs en þessi sýning komi hins vegar mjög víða við. 

„Hér eru vörur og þjónusta sem tengist sjávarútvegi allt frá því að fiskurinn kemur upp úr sjónum, vinnslunni, frystingunni, eldsneytinu á skipin, tryggingum, fjármögnun þar til hin endanlega framleiðsla er klár. Og hana bjóðum við einnig upp á hér þar sem fólk getur fengið að smakka ýmsa sjávarrétti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK