Írar óttast aðra fasteignabólu

AFP

Írskt efna­hags­líf hef­ur smám sam­an verið að rétta úr kútn­um eft­ir að hafa orðið illa fyr­ir barðinu á alþjóðlegu efna­hagskrís­unni. Sam­hliða því hafa áhyggj­ur farið vax­andi af því að hættu­leg fast­eigna­bóla sé aft­ur að verða til í land­inu en eitt af því sem átti stór­an þátt í þeim erfiðleik­um sem Írar lentu í var of mik­il þensla á fast­eigna­markaði.

Fram kem­ur í frétt AFP að þannig hafi íbúðar­hús­næði í Dublin, höfuðborg Írlands, hækkað um 24,7% í ág­úst sam­an­borið við sama tíma fyr­ir ári sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um. Hækk­un­in á landsvísu var 14,9%. Skýrist það meðal ann­ars á of litlu fram­boði á hús­næði. Þessi mikla hækk­un minni marga óþægi­lega á ára­tug­inn fram til árs­ins 2006 þegar ódýr lán og óá­byrg út­lána­starf­semi þandi út fast­eigna­bólu þar sem fast­eigna­verð hækkaði um allt að 300%.

Enn­frem­ur seg­ir að um 35 þúsund íbúðar­hús­næði hafi gengið kaup­um og söl­um á tólf mánaða tíma­bili fram í júlí 2014 sem er tvö­falt meira en á sama tíma 2010-2011. Þá voru ný fast­eignalán á sama tíma­bili sam­tals 1,4 millj­arðar evra sem er aukn­ing um 63% frá sama tíma í fyrra. Írska hug­veit­an ESRI tel­ur að 25 þúsund nýj­ar íbúðir þurfi til þess að anna eft­ir­spurn en bank­ar séu hik­andi við að lána til stærri fast­eigna­verk­efna.

Stjórn­völd hafa hafnað því að önn­ur fast­eigna­bóla væri framund­an og lagt áherslu á að fast­eigna­verðið stjórnaðist ein­fald­lega af fram­boði og eft­ir­spurn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK