Níu hundruð hótelherbergi við Hlemm

CenterHotels Miðgarður er í hönnun.
CenterHotels Miðgarður er í hönnun. Tölvu­teikn­ing/​Sig­urður Hall­dórs­son hjá Glámu-Kím

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við nýtt 150 her­bergja hót­el við Hlemm í Reykja­vík. Hluti hót­els­ins verður í eldra skrif­stofu­hús­næði, sem áður hýsti m.a. úti­bú Ari­on banka, sem verður end­ur­nýjað. Hinn hlut­inn verður í viðbygg­ingu.

Stefnt er að því að hót­elið verði komið í full­an rekst­ur í júní 2016. Það verður það sjötta sem rekið er und­ir merkj­um Center­Hotels. Með nýja hót­el­inu og stækk­un Center­Hotels Skjald­breiðar verður keðjan með alls 630 her­bergi til út­leigu fyr­ir ferðamenn frá og með sumr­inu 2016.

Í um­fjöll­un um þessi hót­elá­form í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Center­Hotels, að 40-50 her­bergi verði til­bú­in í Miðgarði í júní næsta sum­ar. Þau verða í skrif­stofu­bygg­ing­unni sem er nú þegar í notk­un.

Við Hlemm er að rísa fjöldi hót­ela. Fyr­ir utan hót­el Miðgarð er í bygg­ingu 340 her­bergja hót­elt­urn í eigu Foss­hót­ela á Höfðatorgi. Gegnt því hót­eli mun önn­ur keðja opna 100 her­bergja hót­el í Þór­unn­ar­túni og á Hverf­is­götu 103 er annað 100 her­bergja hót­el í bygg­ingu. Með Miðgarði eru þetta alls 690 her­bergi sem munu bæt­ast á markaðinn á næstu tveim­ur árum, meiri­hlut­inn þegar næsta sum­ar.

Við Hlemm er í rekstri eitt stærsta hostel lands­ins, Hlemm­ur Square, en þar eru 248 hostel­rúm og 18 hót­el­her­bergi. Þá eru 32 her­bergi á 4th Floor Hotel við Hlemm og næsta sum­ar bæt­ast 80 her­bergi við þau 86 sem þegar eru á Hót­el Kletti, steinsnar frá Hlemmi. Inn­an tveggja ára verða því sam­tals um 900 hót­el­her­bergi og 248 hostel­rúm við Hlemm. Við þetta bæt­ist fjöldi íbúða sem leigðar eru til ferðamanna, meðal ann­ars hjá Ein­holt Apart­ments í Ein­holti.

Í hönnun. CenterHotels Miðgarður.
Í hönn­un. Center­Hotels Miðgarður.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK