Atvinnuleysi jókst nokkuð í Þýskalandi í september samkvæmt nýjum opinberum tölum. Vaxandi blikur eru á lofti vegna aðstæðna í þýsku efnahagslífi samkvæmt frétt AFP en greiningaraðilar telja þó ekki ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur enn sem komið er.
Fram kemur í fréttinni að fjöldi atvinnulausra hafi aukist um u.þ.b. 12 þúsund manns. Rúmlega 2,9 milljónir manna séu nú án atvinnu. Grenendur höfðu búist við að atvinnulausum myndi fækka um 2 þúsund frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi í Þýskalandi er 6,7%.