Hætta af skuggabönkum

Skuggabankastarfsemi er sérstaklega umfangsmikil í Bandaríkjunum.
Skuggabankastarfsemi er sérstaklega umfangsmikil í Bandaríkjunum. AFP

Skuggabankastarfsemi hefur aukist verulega á heimsvísu og sér í lagi í Bandaríkjunum og stefnir það stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það telst skuggabankastarfsemi þegar hefðbund­in banka­starf­semi fer fram utan hins eft­ir­lits­skylda viðskipta­banka­kerf­is. Skugga­banki er fjár­mála­stofn­un sem sinn­ir nokk­urs kon­ar fjár­mála­legri milli­göngu, það er miðlun fjár­magns frá fjár­magnseig­anda til lán­taka. Hann lýt­ur hins veg­ar ekki eins ströng­um lög­um, regl­um og eft­ir­liti og bank­ar.

Vex þegar eftirlit er hert

Talið er að um sextíu þúsund milljarðar Bandaríkjadala séu í umferð í skuggabankakerfinu. Starfsemin getur verið lögmæt og þarf ekki að vera óæskileg en fellur almennt ekki und­ir eft­ir­lit og al­menn lög um fyr­ir­tæki. Eru þetta til dæmis fjár­fest­ing­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóðir.

Í skýrslu AGS kemur fram að starfsemin hefur vaxið gífurlega á síðastliðnum sex árum og að það megi rekja til þess að eftirlit með hefðbundinni bankastarfsemi hefur verið hert eftir fjármálakreppuna. Þetta getur skapað töluverða kerfishættu þar sem starf­sem­in er jafn­an fjár­mögnuð með ótryggðu skamm­tíma­fjár­magni sem get­ur þurrk­ast upp án nokk­urs fyr­ir­vara.

Í Bandaríkjunum meðhöndla skuggabankar um tvöfalt meira fjármagn en hefðbundnir bankar og á evrusvæðinu er hlutfallið um 60 prósent. 

Nauðsynlegt er að fylgjast náið með þróuninni að sögn AGS

Fréttaskýring mbl um skuggabankastarfsemi: Skuggabankar geta skapað kerfisáhættu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK