Dýrara vín í búðum en Vínbúðum?

Torres Natureo hvítvínið í Hagkaupi.
Torres Natureo hvítvínið í Hagkaupi.

Ein tegund af áfengislausu hvítvíni er bæði seld í Vínbúðinni og Hagkaupum. Er flaskan seld á 869 krónur í Vínbúðinni en 1.299 krónur í Hagkaupum. Álagning á léttvíni er lögbundin 18% í reglugerð en hjá almennum kaupmönnum er hún hins vegar frjáls.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem stendur á bak við frumvarp er felur í sér breytingar er heimila sölu áfengis í matvöruverslunum, hefur engar áhyggjur af því að verð á áfengi muni hækka þegar það lendi í almennum búðarhillum. „Áfengi yrði alltaf samkeppnisvara,“ segir Vilhjálmur.

Há álagning ónauðsynleg

„Ég held að það sé verið að bera saman epli og appelsínur. Þú ert með eitt óáfengt hvítvín í Hagkaupi með einhverri matreiðsluálagningu. Ef þú fengir hins vegar allt áfengið eins og lagt er til í frumvarpinu væri veltumikil vara fengin inn í sama verslunarrými og ennþá nokkrun veginn sami fjöldi starfsfólks,“ segir Vilhjálmur og bætir við að þannig sé hægt að nýta fjárfestinguna án mikils kostnaðarauka og mikil álagning sé þannig ekki nauðsynleg.

Þá bendir hann á að áfengi sé vara sem neytandinn er meðvitaður um - bæði varðandi verð og gæði. „Ef þeir ætla að selja þetta yfir höfuð gengur ekki að vera með hærri vöru en samkeppnisaðilinn,“ segir hann. „Ef einhver vara passar inn í samkeppni er það áfengið. Þetta er sú vara sem neytandinn er hvað meðvitaðastur um.“

Ekki flókið mál

Hann segir kaupmenn vissulega stjórna álagningunni og að einhverjir verði væntanlega með hærri álagningu en aðrir. „Þeir tapa þá bara samkeppninni. Þetta er ekki flókið. Þó að álagning í minni búðum yrði meiri, yrði þar kannski betri þjónusta,“ segir Vilhjálmur.

Þá segir hann ástandið þó verða betra í litlum verslunum á landsbyggðinni, þar sem álagningin getur verið með hærra móti þar sem framboðið verði mun meira og fólk þurfi þá ekki heldur að keyra til dæmis sjötíu kílómetra eftir einni flösku.

„Og ef þetta verður hækkað mikið er staðreyndin bara sú að þeir geta ekki selt vöruna fyrir lægri pening. Er þá núna verið að nota skattpeningana mína, sem ekki drekkur áfengi, í það að niðurgreiða áfengisverslun,„ segir hann og bætir við: „Nei takk!“

Í svari við fyrirspurn sagðist Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, ekki hafa vitað að því að Vínbúðin væri með fyrrgreint vín í sölu. Sagði hann að í framhaldi yrðu vínbúðirnar hafðar í huga þegar verðin á áfengislausum vínum væru stillt af í verslunum Hagkaups. „Við ætlum ekki að selja dýrar en þeir,“ sagði Gunnar Ingi.

Frétt mbl.is: Frumvarp heimilar sölu áfengis í verslunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK