Formaður bankaráðs Evrópska seðlabankans, Mario Draghi, hvatti í dag ríkisstjórnir evrusvæðisins til þess að koma efnahagsmálum ríkja sinna í lag með það að markmiði að örva hagvöxt innan svæðisins.
Draghi sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem tilkynnt var að vextir Evrópska seðlabankans yrðu óbreyttir, að peningamálastefna bankans væri miðuð við það að viðhalda verðstöðugleika til skamms tíma og styðja samtímis við efnahagslífið í evruríkjunum. Stýrivextir bankans eru nú 0,05%.
„En til þess að geta stuðlað að auknum fjárfestingum, meiri atvinnu og mögulegum hagvexti þurfa önnur stjórnsýslustig að leggja sitt að mörkum. Einkum og sér í lagi setning laga og innleiðing á umbótum sem augljóst er að leggja þarf áherslu á í nokkrum ríkjum,“ sagði hann.