Vextir á evrusvæðinu óbreyttir

Mario Draghi, formaður bankaráðs Evrópska seðlabankans.
Mario Draghi, formaður bankaráðs Evrópska seðlabankans. AFP

Formaður bankaráðs Evr­ópska seðlabank­ans, Mario Drag­hi, hvatti í dag rík­is­stjórn­ir evru­svæðis­ins til þess að koma efna­hags­mál­um ríkja sinna í lag með það að mark­miði að örva hag­vöxt inn­an svæðis­ins.

Drag­hi sagði á blaðamanna­fundi í dag, þar sem til­kynnt var að vext­ir Evr­ópska seðlabank­ans yrðu óbreytt­ir, að pen­inga­mála­stefna bank­ans væri miðuð við það að viðhalda verðstöðug­leika til skamms tíma og styðja sam­tím­is við efna­hags­lífið í evru­ríkj­un­um. Stýri­vext­ir bank­ans eru nú 0,05%.

„En til þess að geta stuðlað að aukn­um fjár­fest­ing­um, meiri at­vinnu og mögu­leg­um hag­vexti þurfa önn­ur stjórn­sýslu­stig að leggja sitt að mörk­um. Einkum og sér í lagi setn­ing laga og inn­leiðing á um­bót­um sem aug­ljóst er að leggja þarf áherslu á í nokkr­um ríkj­um,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK